Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 18

Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 18
Alexíus Lúthersson myndlistarmaður / slendingar hafa frá fornu fari haft ríka þörf fyrir að skapa einhvers konar listaverk. Um það bera fornhandrit okkar ljósan vott, þau voru sum fagurlega skreytt. Sumir skáru út í hverja fjöl, sem þeir fundu, og konur létu sitt ekki eftir liggja, en skreyttu kirkjur og híbýli með fögrum út- saumi. Enn í dag eru menn þess- um hæfileikum gæddir og geta skapað listaverk úr margs konar efniviði. Einn af þeim er Alexíus Lúthersson. Ætt og uppruni Hann er fæddur á Ingunnarstöð- um í Kjós 28. september 1921, yngstur fjögurra systkina. Lúther, faðir hans, var húsgagnasmiður, en gerðist bóndi og keypti jörð í Þingvallasveit. Árið 1913 hafði hann jarðaskipti og bjó eftir það á Ingunnarstöðum í Kjós. Hann var einnig myndlistarmaður og teikn- Alexíus Lúthersson. aði m.a. mörg hús í Kjósinni og á Hvalfjarðarströnd. Hann gerði styttu í leir af systur sinni, Hrefnu Tulinius, sem fórst í bílslysi. Síðar gerði Alexíus eftirmynd af þeirri styttu. Afi Alexíusar var Lárus G. Lúðvígsson, sem rak skóverslun í Reykjavík, Alexíussonar, stein- höggvara. Langalangafi Alexíusar í beinan karllegg var Alexíus Árnason, sem var fyrsti lögreglu- þjónn í Reykjavík. Móðir Alexíus- ar var Guðrún Sigtryggsdóttir og Kristbjörg Jónsdóttir, amma hans, var dóttir Kristínar í Norðtungu. Málaði eftir ljósmyndum Alexíus segist hafa byrjað að mála eftir ljósmyndum laust eftir 1940. Fyrsta myndin er frá Miðsandi, þar sem Olíustöðin í Hvalfirði er. Á þeim árum vann hann í Olíu- stöðinni og Hvalstöðinni við járn- smíðar og vélaviðgerðir. Síðan lá leiðin í Irafossvirkjun þar sem hann vann í eitt ár við að smíða handrið í stöðvarhúsið. Eftir það starfaði hann í þrjú ár á vélaverk- stæði á Frakkastíg 24 hjá Einari Guðmundssyni járnsmið. En frá þeim tíma hefur hann unnið sjálf- stætt, fyrst við járnsmíðar og handriðasmíð og síðan um árabil hjá Eðlisfræðideild Háskólans. Þar smíðaði hann m.a. alls konar ker fyrir efnagreiningar. Nám í Myndlista- og handíðaskólanum Svo var það árið 1977 að honum datt í hug að gaman væri að fara á námskeið í Myndlista- og hand- íðaskólanum. Heimilishald var þá orðið minna og börnin flutt að heiman. Hann tók eitt námskeið á ári í þrjú ár. Þá var Einar Hákonar- son skólastjóri og hvatti hann Al- exíus til að fara í dagskólann. Hann lét tilleiðast og náði inn- tökuprófinu, en því náðu um fjörutíu af rúmlega tvö hundruð manns, sem þreyttu prófið. Alexíus telur það sína gæfu að hann komst í skólann. Auðséð er líka að hann hefur fengið gott veganesti úr föðurgarði og það hefur trúlega haft sín áhrif á, að hann mótaði hugmyndir sínar í Strokuhestur. 18 Hngur og hönd 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/406987

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1996)

Aðgerðir: