Hugur og hönd - 01.06.1996, Blaðsíða 18
Alexíus Lúthersson
myndlistarmaður
/
slendingar hafa frá fornu fari
haft ríka þörf fyrir að skapa
einhvers konar listaverk. Um
það bera fornhandrit okkar ljósan
vott, þau voru sum fagurlega
skreytt. Sumir skáru út í hverja
fjöl, sem þeir fundu, og konur létu
sitt ekki eftir liggja, en skreyttu
kirkjur og híbýli með fögrum út-
saumi. Enn í dag eru menn þess-
um hæfileikum gæddir og geta
skapað listaverk úr margs konar
efniviði. Einn af þeim er Alexíus
Lúthersson.
Ætt og uppruni
Hann er fæddur á Ingunnarstöð-
um í Kjós 28. september 1921,
yngstur fjögurra systkina. Lúther,
faðir hans, var húsgagnasmiður,
en gerðist bóndi og keypti jörð í
Þingvallasveit. Árið 1913 hafði
hann jarðaskipti og bjó eftir það á
Ingunnarstöðum í Kjós. Hann var
einnig myndlistarmaður og teikn-
Alexíus Lúthersson.
aði m.a. mörg hús í Kjósinni og á
Hvalfjarðarströnd. Hann gerði
styttu í leir af systur sinni, Hrefnu
Tulinius, sem fórst í bílslysi. Síðar
gerði Alexíus eftirmynd af þeirri
styttu. Afi Alexíusar var Lárus G.
Lúðvígsson, sem rak skóverslun í
Reykjavík, Alexíussonar, stein-
höggvara. Langalangafi Alexíusar
í beinan karllegg var Alexíus
Árnason, sem var fyrsti lögreglu-
þjónn í Reykjavík. Móðir Alexíus-
ar var Guðrún Sigtryggsdóttir og
Kristbjörg Jónsdóttir, amma hans,
var dóttir Kristínar í Norðtungu.
Málaði eftir ljósmyndum
Alexíus segist hafa byrjað að mála
eftir ljósmyndum laust eftir 1940.
Fyrsta myndin er frá Miðsandi,
þar sem Olíustöðin í Hvalfirði er.
Á þeim árum vann hann í Olíu-
stöðinni og Hvalstöðinni við járn-
smíðar og vélaviðgerðir. Síðan lá
leiðin í Irafossvirkjun þar sem
hann vann í eitt ár við að smíða
handrið í stöðvarhúsið. Eftir það
starfaði hann í þrjú ár á vélaverk-
stæði á Frakkastíg 24 hjá Einari
Guðmundssyni járnsmið. En frá
þeim tíma hefur hann unnið sjálf-
stætt, fyrst við járnsmíðar og
handriðasmíð og síðan um árabil
hjá Eðlisfræðideild Háskólans.
Þar smíðaði hann m.a. alls konar
ker fyrir efnagreiningar.
Nám í Myndlista- og
handíðaskólanum
Svo var það árið 1977 að honum
datt í hug að gaman væri að fara á
námskeið í Myndlista- og hand-
íðaskólanum. Heimilishald var þá
orðið minna og börnin flutt að
heiman. Hann tók eitt námskeið á
ári í þrjú ár. Þá var Einar Hákonar-
son skólastjóri og hvatti hann Al-
exíus til að fara í dagskólann.
Hann lét tilleiðast og náði inn-
tökuprófinu, en því náðu um
fjörutíu af rúmlega tvö hundruð
manns, sem þreyttu prófið.
Alexíus telur það sína gæfu að
hann komst í skólann. Auðséð er
líka að hann hefur fengið gott
veganesti úr föðurgarði og það
hefur trúlega haft sín áhrif á, að
hann mótaði hugmyndir sínar í
Strokuhestur.
18 Hngur og hönd 1996