Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 32

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 32
Islenskur skógarhnífur Samkeppni á vegum Landbúnaðarráðuneytisins og Skógræktar ríkisins. Nokkrir hnífar úr keppninni ásamt slíðrum. Myndin er tekin á sýningu í Miðhúsum við Egilsstaði. Skógrækt ríkisins og Land- búnaðarráðuneytið efndu á vordögum til samkeppni um íslenskan skógarhníf. Skóg- ræktin opnaði nýlega „íslenska viðarmiðlun" í húsakynnum Landgræðslusjóðs við Suðurhlíð í Reykjavík og var keppnin haldin af því tilefni. Þótti skógræktar- mönnum tilhlýðilegt að kynna hið íslenska hráefni fyrir handverks- fólki. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, 60 fullsmíðaðir hnífar bár- ust í keppnina, auk tillagna í formi teikninga. I auglýsingu um keppnina segir svo: „Með skógarhníf er átt við hníf sem nýtist vel til starfa í skógi og til útivistar. Hann situr í slíðri sem hægt er að festa við belti eða á hnapp. Hann er að hámarki 23 sm langur. Hnífsblaðið má ekki vera lengra en 12 sm samkvæmt 3. gr. reglugerðar urn skotvopn og skot- færi nr. 474/1988 sem sett var með heimild í lögum um skotvopn, sprengiefni og flugelda nr. 46 frá 1977. Hnífurinn þarf að vera gerður úr íslensku efni að undanskildu blað- inu. Eingöngu má nota íslenskan við í skaft og íslenskt efni í slíður. Við val á bestu tillögunum verð- ur sérstaklega tekið mið af hönnun og formi hnífsins, efnisgerð, útliti, hvernig hann fer í hendi og að auðvelt sé að festa hann og losa úr slíðri." Ekki er að orðlengja það að fjöl- breytnin í tillögum þeim sem bár- ust var ótrúleg. Norrænir skóg- ræktarmenn sem sáu hnífana á sýningu sem haldin var í tengslum við ráðstefnu þeirra í Borgarleik- húsinu í júní töldu víst að hér væri saman komið úrval af íslenskum skógarhnífum gegnum tíðina eða frá tilteknum árafjölda. Þeir áttu bágt með að trúa að þetta væri af- rakstur einnar samkeppni. Dóm- nefndarinnar, sem var skipuð þeim Þór Þorfinnssyni skógar- verði, Guðmundi Einarssyni iðn- hönnuði og Omari Sigurbergssyni innanhússarkitekt, beið því erfitt hlutverk. Niðurstaða þeirra þre- menninga varð á endanum sú að verðlauna hníf Hlyns Halldórs- sonar frá Miðhúsum, „Sigga". Hlaut „Siggi" þar með sæmdar- heitið „íslenski skógarhnífurinn 1996." Sex aðrir hnífar hlutu við- urkenningu. Höfundar þeirra voru þeir George Hollanders og Helgi Þórsson, Bergsteinn Ás- björnsson, Lene Zachariassen og Beate Stormo, Hlynur Halldórs- son, Páll Sveinsson og Bergsveinn Þórsson. Hnífarnir hafa verið almenn- ingi til sýnis víða um land í sumar. Það hefur vakið athygli gesta á þessum sýningum hve hnífarnir eru fjölbreyttir og vandaðir. Nú er hafinn undirbúningur að fjölda- framleiðslu á „Sigga" og er vonast til að skógræktarmönnum og öðr- um unnendum góðs handverks gefist kostur á að kaupa hann sem allra fyrst. Gréta E. Pálsdóttir Myndir: Skógræktin/ ÓlafurOddsson. 32 Hugur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.