Gríma - 01.09.1933, Síða 6
4
TVÆR FARANDSÖGUR
mannahafnarháskóla, bar það til einu sinni í síðara
hluta sumarleyfis að Steingrímur ætlaði sér að
ferðast til Jótlands, en Sigurður var á leið frá Jót-
landi til Hafnar um sama leyti. Því kom svo, að
þeir hittust óvörum síðari hluta dags á gistinga-
húsi í Krosseyri (Korsör); ætluðu þeir báðir að
vera þar um nóttina, en halda svo áfram næsta dag,
hvor sína leið.
Það varð íagnaðarfundur, því þeir voru góðir
vinir. Þeir borðuðu kvöldverð saman, og drukku á
eftir nokkrar kollur af púnsi. Þeim var vísað til
sængur uppi á lofti í stóru herbergi með tveimur
rúmum í, og þegar þeir svo vildu fara að hátta var
þeim fengið kertaljós í stjaka til að lýsa þeim upp
stigann. En rétt í því þeir opnuðu hurðina kom
súgur og slökkti á ljósinu, en þeir höfðu ekki ljós-
færi við hendina og gátu því ekki kveikt aftur. Það
var niðamyrkur í herberginu, en þeir gátu samt
fundið rúm. Það var nú sama rúmið, sem þeir báðir
fundu, og kom Steingrímur að því öðru megin en
Sigurður hinu megin. Þeir voru syfjaðir og dáh'tið
rykaðir af púnsinu, og flýttu sér að kasta af sér
fötunum og komast i rúmið, og háttuðu nú auðvitað
báðir í sama rúmið án þess að taka eftir því;
Steingrímur fór svo í rúmið, að hann hafði höfuðið
á koddanum og fæturna á eðlilegum stað, en Sig-
urður þannig, að hann rétti býfurnar að eyrunum
'á Steingrími, án þess þó í fyrstu að snerta hann.
Rúmið var gamalt, breitt hjónarúm, og þeir áttuðu
sig ekki á þessu, fyrr en Sigurður, sem þótti vera
nokkuð lágt undir höfði, fór að þreifast um eftir
kodda, og greip þá í fót Steingríms.