Gríma - 01.09.1933, Page 12

Gríma - 01.09.1933, Page 12
1Q TVÆR FARANDSÖGUE »Hann verðum við að fá að heyra, séra Friðrikc, gnllu margir við. »Já«, sagði séra Friðrik«, en það er nú eins með mig og kammerráðið, að eg þori ekki almennilega að segja hann, af því ég er hálfhræddur um, að móðga hann og máske fleiri sómamenn. En ef þið viljið lofa því, að reiðast mér ekki þó ykkur mislíki eitt- hvað, þá skal ég nú segja hann. »Úr því að Drottinn líður ykkur prestana, eins og þið nú eruð sumir hverjir, þá býst eg við að við mennirnir verðum að þola það líka, þó þið verðið nokkuð kjaftforir að óþörfu«, sagði kam- merráðið. »Jæja þá«, sagði séra Friðrik, »það er merkilegt hvað hér hefur skeð með drauma í nótt — sýslu- manninn okkar dreymir að hann sé kominn til himnaríkis og fái þar að tala við sjálfan höfðingja postulanna, sem er svo lítillátur að þéra hann og meira að segja gefur honum í staupinu. En eg, sem er prestur, — mig dreymdi í nótt að eg var kom- inn til helvítis, og það var nú allt annaö en gaman að sjá það, sem þar bar fyrir augun. Eg sá þar fyrstan ófrýnilegan, svartan djöful, með glóðarkol í augnastað og járnklær, og stóra járnstöng í hendinni. »Gaman væri að fá þig til að pína þig, Ballarár- klerkur«, sagði hann, »og gott er að vita hvað mörg- um sálum við eigum von á úr þinni sókn. En nú verður þú látinn í friði af okkur hérna í nótt, því þeir þarna á efri bænum hafa skipað svo fyrir, að þú fengir að koma hingað í draumi og segja svn sóknarbörnunum frá ferðinni«. Mér var nú þetta til huggunar, og eg fór nú víða í

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.