Gríma - 01.09.1933, Síða 15
TVÆR FARANDSÖGUR
Í3
djöflinum í helvíti sé ekki um okkur lögfræðingana,
fremur en djöflunum hér á jörðunni«.
Þessi saga er líka áreiðanlega af útlendum uppruna. —
Fyrri hluti hennar, saga Kristjáns kammerráðs, um þáð,
að prestar komi ekki í himnaríki, er alkunnur hjá ýmsum
þjóðum, og í bók Antti Aarne’s um æfintýraefni, hafa þær
sögur fengið númerið 1738 (A. Aarne, Verzeichnis der Mar-
chentypen. Helsingfors 1910 = Folklore Fellows Commu-
nications, III.) Síðari hlutinn, saga séra Friðriks um lög-
fræðinga í helvíti, er líka víða til í ýmsum myndum. Eg hef
fundið hana í hinu mikla safni frá sænskutalandi byggðum
Finnlands (Finlands svenska folkdiktning, I. A. Sagor, Re-
feratsamling 2, bls. 270—271); þar eru ýmsar sögur af
þessari gerð, og af þeim er nr. 1 líkust íslenzku sögunni.
Þar er sýslumaður (»kronfogde«) og prestur, sem eru að
stríða hvor öðrum. Sýslumaðurinn er að reyna að útvega
sér stöðu og titil sem »fáltkamrér«. Hann byrjar á því að
segja frá því, að sig hafi dreymt að hann væri kominn til
himnaríkis, en engan prest hefði hann séð þar; síðan hefðí
hann komið til helvítis; þar hefði verið nóg af þeim. Prest-
urinn svarar, að sig hafi líka dreymt, að hann kæmi til
himnaríkis og fyndi engan »kronfogde«, en í helvíti hefði
hann engan íundið heldur, fyr en hann kom á kamarinn;
þar vox*u þeir hengdir upp á króka, og fjandinn var vanur
að nota þá til að skeina sig á þeim — »torkar sig med en
kronofogde, och kastar honom sedan i ett lorthav. Denn som
simmar öfver detta fár fáltkamrerstitek.
Það er sjálfsagt orðlíkingin í »kamar« og »kammerráð«,
sem hefur valdið því, að sagan hefur verið sögð um íslenzkan
sýslumann, sem var sæmdur þeirri nafnbót.