Gríma - 01.09.1933, Síða 18

Gríma - 01.09.1933, Síða 18
ié JÓN Á MÖÐRUDAL OG ÚTILEGUMENNIRNIR frétta. Leið svo fram eftir sumrinu. — Var ekki trútt um að sumir teldu þetta tiltæki Jóns bera vott um einhverja geðveiklun í honum, en aðra grunaðí þó, að hér byggi annað undir. Einn sunnudag um haustið var messað í Möðru- dal. Þá kom þangað til messu Sigurður bóndi Sig- urðsson á Grímsstöðum, efnaður maður og þá nokk- uð við aldur; með honum var Sigurður sonur hans, tólf ára gamall. Að lokinni messugerð kallaði Jón bóndi á Sigurð á Grímsstöðum inn í stofu og settust þeir þar að drykkju. Fór brátt að liðkast um mái- beinið á gömlu mönnunum, svo að ýmislegt barst í tal á milli þeirra. Meðal annars spurði Sigurður Jón um ferðir hans þá um sumarið; vildi Jón ekk- ert um þær tala í fyrstu, af því að Sigurður yngri var viðstaddur, en þó lét hann að lokum tilleiðast fyrir þrábeiðni beggja feðganna og sagði svo frá: »í byrjun túnasláttar í sumar fór eg einn morg- un snemma að sækja ær í haga. Á heimleiðinni varð eg var við traðk mikið í sandinum; var það slóð eftir fimm eða sjö hesta, tvo menn og stórfættan hund; sá eg, að drögur höfðu verið á einum hest- inum. Slóðin lá í stefnunni frá Vopnafirði, nokk- urn kipp fyrir norðan bæinn hérna og stefndi beint á Vatnajökul. Þótti mér þetta kynlegt, af því að Möðrudalur er fremstur byggða á öræfunum. Hafði eg hug á að grennslast betur eftir þessu, lagði því á þann skjótta minn og reið eftir slóðinni þangað til eg var kominn svo langt, að mér taldist til að eftir væri fjórðungur leiðar að Vatnajökli. Fór þá veður að hvessa, svo að sandinn skóf í förin og máði slóðina burt á skömmum tíma. úr því gat eg líka búizt við að þeir, sem eg veitti eftirför, mundu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.