Gríma - 01.09.1933, Page 23

Gríma - 01.09.1933, Page 23
FRÁ SÉRA ÞORSTEINI OG SÉRA STEFÁNI 21 kom að Völlum fátækur bóndabjálfi, sem bjó þar í grenndinni. Þá sagði prestur við hann: »Hjálpaðu nú piltunum mínum til að ná raftinum úr læknum hérna niður frá«. Bóndi svaraði engu, en rölti þó af stað með húskörlum prests niður að læknum. Kom það á daginn, að rafturinn var falinn i lækn- um skammt frá híbýlum bónda. Hjálpaði hann hús- körlum til að ná raftinum upp og koma honum heim aftur. Þóttust menn vita, að bóndi mundi hafa hnuplað honum, falið hann í læknum og ætlað að hagnýta sér hann síðar. Það var venja séra Stefáns á vorin, þegar bjart- ar voru nætur, að ganga úti um tún og haga, en stundum fór hann lengra burtu til að líta yfir land- ið. Einu sinni bjó hann sér hvílurúm úti í kórn- um í kirkjunni og svaf þar nokkrar nætur. En þá var það eina nótt, er hann lá vakandi í hvílunni, að hann heyrði tvo menn talast við fyrir utan kirkjugaflinn. Þekkti hann, að það voru bændur tveir þar úr sókninni, sem dánir voru fyrir nokkr- um árum og áttu þar leiði. Annar þeirra mælti: »Undarlegur er þessi prestur, að hann skuli vilja Isofa í kirkjunnk. »Við skulum fara og finna hann«, svaraði hinn«. »Já, það skulum við gera«, sagði sá fyrri. Þá reis prestur á fætur og fór út úr kirkj- unni. Svaf hann þar aldrei framar að nauðsynja- lausu. Þann 12. júní 1838 varð jarðskjálfti mikill norð- anlands. Þá var séra Sigurður Arnórsson aðstoðar- prestur hjá séra Stefáni. Jarðskjálftinn byrjaði að kvöldi dags eftir háttatíma og var mjög snarpur. Þeir prestarnir sváfu hvor í sínu húsi í enduin bað- stofunnar, með nokkru af fólki sínu, en litla um-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.