Gríma - 01.09.1933, Page 28

Gríma - 01.09.1933, Page 28
26 DAUÐI GUÐMUNDAR BERGSSONAR Naustvíkurskörð og kom að Naustvíkum. Hafði enginn maður farið þessa Ieið þann dag á undan mér og enginn hafði getað flutt fregnina um dauða Guðmundar út af bænum í Árnesi. — f Naustvík- um drap eg að dyrum og gekk síðan lítið eitt fram á hlaðið, en er eg horfði í bæjardyrnar aftur, sá eg Guðmund Bergsson koma út úr bænum og ganga norður eða út fyrir hann. Skömmu síðar kom bónd- inn í Naustvíkum, Sveinn Guðmundsson, út. Heils- aði eg honum og bar upp erindi mitt, að fá hjá honum bát og mann yfir fjörðinn, yfir í kaupstað- inn Reykjarfjörð. Sagði hann bátinn heimilan, en spurði jafnframt, hvort eg þyrfti mann, — »eða getið þið ekki farið tveir í Iogninu?« Eg sagðist vera einn á ferð, en þá sagði hann: »Nú, hvaö er þetta, eg sá ekki betur, en að Guðmundur Bergsson, nafni þinn, gengi fram bæinn og út á undan mér«. Þá sagði eg honum um dauða Guðmundar og brá honum nokkuð, því að hann vissi ekki annað, en að Guðmundur væri á lífi. En báðum þótti okkur þetta kynlegur fyrirburður, að við skyldum sjá Guðmund Bergsson á þessum slóðum, þar sem hann stóð uppi norður í Árnesi. „Ljósið mitt er að ileyja". (Handrit Hólmgeirs Þorsteinssonar. Sögn Þorsteins Páls- sonar frá Ytra-Dalsgerði). Um miðja síðustu öld bjó faðir minn, Páll Jóns- son, á Hánefsstöðum í Svarfaðardal; var afi minn,

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.