Gríma - 01.09.1933, Page 30

Gríma - 01.09.1933, Page 30
28 DRAUMKONA VÍSAR TIL KINDA spurðu, hvað hann hefði fyrir sér um þetta. Þá svaraði Hermann: »Mig dreymdi í nótt, aö kona kæmi gangandi framan dalinn. Var hún stór vexti og fasmikil og fór geyst. Bar hana skjótt til mín og spurði mig umsvifalaust: ,Hermann! Ætlarðu að láta hrútana þina drepast hérna frammi í dalnum? Þeir eru í rimanum fyrir sunnan og ofan selið, eru kræktir saman á hornunum og báðir komnir að dauða.’« — Lögðu piltar lítinn trúnað á þetta, en þó fóru þeir af stað, er Hermann hafði til þess kvatt. Að nokkrum tíma liðnum komu piltarnir aftur með tvo hrúta, sem Hermann átti. Höfðu þeir ver- ið kræktir saman á hornunum á þeim stað, sem draumkonan hafði vísað til. Var annar þeirra lagztur fyrir og kominn að dauða, en hinn var litlu hressari. 7. Andlátsboð. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar. Sögn Samsonar Jónssonar). Seinni maður Álfheiðar Björnsdóttur, móður Björns Jóhannssonar frá Ljósavatni, hét Samson Jónsson. Þegar þau hjón voru öldruð orðin, var Samson staddur á Siglufirði, en Álfheiður var^ á Ljósavatni hjá Birni syni sínum. Marsibil, dóttir þeirra hjóna, var þar vinnukona hjá bróður sínurn. Svo bar við eina nótt, að Samson dreymdi að kona hans kæmi að rúmi hans, lyti niður að honum og

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.