Gríma - 01.09.1933, Side 31

Gríma - 01.09.1933, Side 31
ANDLÁTSBOÐ 29 virtist ætla að heilsa honum með kossi; vaknaði Samson í sama vetfangi og sá þá konu sína ganga frá rúminu. Sá hann hana svo glöggt, að hann var í engum vafa um, hver það væri. Hvarf svo svipur- inn von bráðar. — Skömmu síðar kom Marsibil dóttir hans vestur þangað. Sá Samson þegar, að hún var dauf í bragði, bjó yfir einhverju, en átti erfitt með að koma orðum að því. Þá mælti Samson við hana: »Þú þarft ekki að segja mér það. Eg veit það, að móðir þín er dáin«. Hafði Álfheiður dáið um sama leyti, sem Samson varð hennar var. 8. Sripnrlnn í Múla. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Árið 1854, þann 16. desembermán., brann bærinn í Múla í Aðalreykjadal. Þar fórst kvenmaður nokk- ur, sem ætlaði að bjarga út tryppi og hrút; hljóp hún inn í reykinn, en var örend og nokkuð brunnin orðin, þegar til hennar náðist. Upp frá þessu urðu menn oft varir við svip stúlku þessarar; sáu menn hana misjafnlega glöggt, en allir lýstu henni á sama veg, að hárið væri sviðið og annar vanginn svo sem brunninn væri. Ekki er þess getið, að hún hafi nokkurri skepnu mein gert. — Skal hér getið tveggja sagna um svip þenna. Páll Hermann Jónsson, sem lengi hefur búið á Halldórsstöðum í Bárðardal, -var einu sinni sem oft- ar á ferð frá Húsavík og annar maður með honum.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.