Gríma - 01.09.1933, Page 34

Gríma - 01.09.1933, Page 34
32 »KAUPIÐ ÞITT ÉR Á KÓLLAFJARÐARNESI* 9. „Kaupii fiitt er á Kollaíiaríarnesi". (Eftir handriti Baldvins Eggertssonar). Á Kleifum á Selströnd var til heimilis stúlka, sem Þórdís hét Guðmundsdóttir; var hún þar vinnu- kona í mörg ár. Svo sagði hún frá síðar, að hún hefði oft verið að hugsa um það, hvað hún væri fátæk og umkomulaus og hefði lítið kaup. — Eina nótt dreymdi Þórdísi, að til hennar kæmi maður, sem hún þekkti ekki. Hann mælti til hennar: »Láttu ekki liggja illa á þér; kaupið þitt er á Kollafjarðar- nesi«. Varð draumurinn eigi lengri. Um þetta leyti bjó á Kollafjarðarnesi stórbóndí, sem Einar hét. Missti hann þá konu sína, Ragn- heiði. Tveim árum eftir það er Þórdísi dreymdi drauminn, sem fyrr er getið, vistaðist hún að Kolla- fjarðarnesi og gerðist þar bústýra. Kvæntist Einar henni nokkru síðar. Eignuðust þau fimm börn: Ás- geir alþingismann á Þingeyrum, Torfa á Kleifum, Magnús og Stefán, og dóttur, Ragnheiði að nafni, sem varð síðari kona Zakaríasar á Heydalsá. 10. Dyrnar á fjárhtisvepgnum. (Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargaröi. Sögn Sigríðar ólafsdóttur í Hleiðargarði). Rannveig Þorsteinsdóttir, móðir Hallgríms Kráks- sonar Siglufjarðarpósts (f 1929), ólst upp hjá for-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.