Gríma - 01.09.1933, Page 41

Gríma - 01.09.1933, Page 41
LANGSPILIÐ 39 ar-vel. Dvaldi hann á ýmsum bæjum í Skagafirði, er hann var við smíðar sínar. — Þetta var snemma á nítjándu öld. Einhverju sinni hafði hann aðsetur sitt á bæ nokkrum í Hjaltadal. Það var venja hans um sum- arið, helzt þegar á leið, að slá langspil á kvöldin frammi í bæjardyrum. Svo var háttað, að kista stóð við hliðvegg í dyrunum og hvolfdi önnur kista, lok- laus, ofan á henni; þar lét Þorkell langspilið standa, er hann sló það; tók þá undir í loklausu kistunni og jók það mjög hljóminn af langspilinu. Nokkrir unglingar voni á heimilinu og þyrptust þeir oftast allir kringum Þorkel, þegar hann fór að slá lang- spilið; amaðist hann ekki við þeim, því að hann var maður barngóður. Eitt kvöld seint um sumarið, í góðu veðri, fór Þorkell sem oftar fram í bæjardyr og sló lang- spilið; börnin voru þar hjá honum. Hann lék lengi cg vel, eins og vant var, en fór svo að smá-rýna eftir nótum á langspilinu, þangað til hann leit skjótlega upp og út í dyrnar, fleygði frá sér lang- spilinu í hendingskasti og þaut til baðstofu. Börnin fóru á eftir honum og spurðu, því hann hætti svo skyndilega, en hann vildi ekki segja þeim það. Seinna sagði hann þeim, að sér hefði sýnzt dimma mjög allt í einu; hefði sér dottið fyrst í hug, að það væri af því að börnin væru að troðast allt í kring- um sig, en þegar hann hefði litið upp og út, hefði hann séð bæjardyrnar troðfullar af huldufölki. Kvaðst hann oftar hafa orðið þess var. Eitt af börnum þeim, er viðstödd voru þenna at- burð, var Soffía, dóttir séra Gísla Magnússonar að

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.