Gríma - 01.09.1933, Side 43

Gríma - 01.09.1933, Side 43
SKINNHÚFUBARNIÐ 41 hóa að kindum þar út og upp á ásunum. úrfelli var og farið að dimma af nótt. Heyrðist henni þá vera kveðið í dimmunni ekki langt frá sér; gekk hún á hljóðið, þar til hún kom að steini einum miklum og heyrðist þá röddin koma úr steininum. Það var unglingsrödd, er virtist kveða við barn og narn stúlkan erindi það, er kveðið var. Það var á þessa leið: Bí bí og bí bí baminu hennar Ijúfu, skinnhúfubarnið mitt liggur nú á grúfu. Þegar stúlkan sagði frá þessu heima hjá sér, þótti mörgum sennilegt, að þetta hefði verið barnið frá Hillum, sem hvarf um veturinn; mundi það hafa verið numið burt af álfum. 16. Ljdsmdðirin. (Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar). Á bæ nokkrum á Austurlandi bjuggu ung hjón góðu búi. Var bóndi bókhneigður og var vanur að lesa fram eftir á kvöldin, en konan var kvöldsvæf og sofnaði æfinlega nokkru fyrr á kvöldin en hann. -— Svo bar við eitt kvöld um vortíma, að konan var sofnuð fyrir nokkru, en bóndi var í þann veg- inn að leggja frá sér bókina; reis þá konan upp í rúminu, steig fram á gólf og klæddist í snatri. Á þeim tímum var ekki siður að konur hefðu vasa á

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.