Gríma - 01.09.1933, Side 47

Gríma - 01.09.1933, Side 47
LJÓSMÓÐIRIN 45 Þau hjón bjuggu lengi á þessari sömu jörð; vegn- aði þeim vel og voru vel látin af öllum. Þegar kon- an var orðin fjörgömul og ekkja, sagði hún ein- hverri vinkonu sinni sögu þessa. Bætti hún því við, að álfadrottningin hefði oftar látið vitja sín í sömu erindagerðum og hefði það jafnan lánast vel. Nú væri drottningin löngu dáin og mundi því vera hættulaust að segja frá þessu. 17. Sveins í Engidal. (Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar). Sveinn hét unglingspiltur og var Jónsson, sonur Jóns smiðs á Molastöðum í Fljótum. Hann var vel gefinn og hinn vandaðasti piltur til orðs og æðis. Þegar hann var tæplega tvítugur að aldri, var hann til heimilis í Engidal vestan Siglufjarðar. Einn dag að vori til var Sveinn sendur inn á Siglufjörð. Frost var og ísalög mikil, svo að gengt var fyrir alla forvaða. Von var á honum aftur um kvöldið, en hann kom ekki og þótti það undarlegt. Um morguninn var farið að leita að honum og fannst hann þá á ísnum fyrir framan svokallaða Strönd; eru það sjávarbakkar út með sjónum fyrir utan Hvanneyri. Var hann mjög aðfram kominn, kalinn á höndum og fótum og máttlítill. Sveinn var flutt- ur til séra Jóns Sveinssonar, sem prestur var á Hvanneyri 1844—67; var stytzt þangað að fara og svo var prestur líka talinn nærfærinn til lækninga. En allar lækningatilraunir urðu árangurslausar.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.