Gríma - 01.09.1933, Side 50

Gríma - 01.09.1933, Side 50
48 MÓBERGS-HJÁLMA nema með því að taka af þér hana Hjálmu litlu í vetur frá jólum. Vona eg, að henni hafi farið eins vel fram hjá mér, eins og hefði verið hjá þér sjálf- um. Líka hef eg mælt svo fyrir henni, að hún verði enginn ólánsgripur. Þegar þú kemur á fætur í fyrra- málið, muntu finna hana suður við fjósdyr. Svo langar mig til að biðja þig að lofa mér eftirleiðís að búa hér í landareign þinni eins og verið hefur hingað til«. Bóndi kvað það vera velkomið á meðan hann ætti byggingarráð á Móbergi, og síðan kvödd- ust þeir með kærleikum. Um morguninn vaknaði bóndi snemma og gekk suður að fjósmu. Stóð Hjálma þar við dyrnar með sama bandspottann um hálsinn, sem hún hafði haft um veturlnn, þegar hún hvarf. Hafði hún þroskazt svo vel um vetur- inn, að hún var orðin nærri því eins stór og full- orðin kýr. Hún entist vel, varð átján marka kýr og tuttugu ára gömul. Flestir kálfar hennar voru látnir lifa og útbreiddist kyn hennar um Langadal og víðar um Húnaþing; þótti það hvervetna reyn- ast mjög vel. — Bóndi bjó á Móbergi til elli, þótti jafnan heppinn í öllum fyrirtækjum og búhöldur góður. 19. Hnldnkonan í Grástelni. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar. Sögn önnu P. Eiríksdóttur). Skammt fyrir ofan túnið á Syðri-Tjörnum á Staðarbyggð í Eyjafirði er stór teningslagaður steinn, sem Grásteinn heitir. Hefur það jafnan ver-

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.