Gríma - 01.09.1933, Side 53

Gríma - 01.09.1933, Side 53
HULDUKONtJR í GRÁSTEINI 51 mikinn, er hann hafði í hendi, af aleíli í klettinn, þar sem honum sýndist stúlkan hverfa inn og gekk síðan leiðar sinnar heim að Kimbastöðum, sem er næsti bær fyrir sunnan Brennigerði. — Nóttina eftir dreymdi konu bónda, að til hennar kæmi öldr- uð kona, mjög reiðuleg á svip, og mælti á þessa leið: »Illa gerði bóndi þinn í gær, er hann stakk auga úr dóttur minni saklausri. Get eg eigi látið þess óhefnt. Læt eg svo um mælt, að hann verði ólánsmaður upp frá þessu. Máttu og vitja um kú þína í fyrramálið, því að vera má að þú sjáir þar einhver merki«. Morguninn eftir, þegar húsfreyja kom í fjósið, lá ein kýrin dauð á básnum. — En upp frá þessu þótti flest snúast bónda til óhamingju. Sagan er rituð eftir almennri sögn, en af gildum ástæðum er nöfnum sleppt. 21. Huldubær hjá HallvarSssíeinum. (Eftir handriti Jóh. Arnar Jónssonar í Árnesi. — Sögn Marsibilar Benediktsdóttur). Þegar Benedikt Jónsson (f. 1887), er síðast bjó í Breiðargerði í Tungusveit, var um tvítugs aldur, átti hann heima á Eyvindarstöðum 1 Blöndudal. Þá var það eitt sinn um vetrarkvöld í logndrífu, að hann var á leiðinni heim til sín frá Eyvindarstaða- gerði, sem nú heitir Austurhlíð. Var hann langt kominn á heimleið; lognfjúkið var alldimmt, en hann þóttist viss að rata, svo kunnugur sem hann

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.