Gríma - 01.09.1933, Page 55

Gríma - 01.09.1933, Page 55
HULDUBÆR HJÁ HALLVARÐSSTEINUM 53 datt Benedikt þá í hug að rekja för sín, því að eigi hafði fokið í þau til muna. Lágu förin í rétta stefnu upp á hálsinn fyrir ofan Eyvindarstaði að steinum tveim, sem kallaðir eru Hallvarðssteinai'. Þar fann Benedikt bælið eftir sig frá því er hann datt kvöldiö áður. Fyrir nokkrum árum voru ófeigi bónda Björns- syni í Svartárdal send aktygi frá Ameríku. Þegar Benedikt sá þau, þekkti hann að þau voru af sömu gerð og leðurtygi þau, sem hann hafði séð í huldu- bænum forðum; en þetta voru fyrstu aktygin, sem hann sá hjá mennskum mönnum. Benedikt var greindur maður og valmenni. Hann lézt á Vindheimum um 1912. — Dóttir hans, Marsi- bil á Brúnastöðum, sagði sögu þessa 1916. 22. Hnlduær. (Eftir handriti Jóh. Arnar Jónssonar í Árnesi. — Sögn Gróu Sveinsdóttur s. st.). Á síðari hluta 19. aldar bjó að Litladal í Sléttár- dal í Húnavatnssýslu bóndi sá, er Sveinn hét Krist- jánsson. Það mun hafa verið nálægt 1875 að at- burður sá gerðist, er nú skal greina. Einn morgun á túnaslætti, er regnsúld var mikil, varð smalinn í Litladal var við tvær ókunnar ær, sem komnar voru saman við kvíærnar. Þær voru báðar kollóttar, mjallhvítar að lit og mjög föngulegar. Vegna veð- ursins og bleytunnar rak smalinn ærnar til fjár- húsa, en ekki í kvíar eins og vant var. Gekk honum

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.