Gríma - 01.09.1933, Side 58

Gríma - 01.09.1933, Side 58
56 DÝRIÍ) í HÓLMLÁTURSTJÖRNINNI 24. Dírlð í Hólmláturstj ðrninnl. (Handrit skólastjóra séra Magnúsar Helgasonar). Hólmlátur heitir innsti bær á Skógarströnd. Bser- inn stendur spottakorn frá sjó sunnan við Hvamrcs- fjörð innarlega, vestan undir hæðum nokkrum, er kenndar oru við bæimi og kallaðar Hólmlátursborg- ir. Mýrarsuna er að sunnanverðu við borgirnar; liggur þar leiðin inn að Gunnarsstöðum, yzta bæ x Hörðudal. í mýrarsundinu eru tjarnir tvær, ekki stórar; önnur grunn, en hin er sögð djúp rcjög. Reiðgatan liggur inn með Borgunum, milli þeirra og tjarnanna. Þegar eg var prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd (1883—85), bjuggu á Hólmlátri bændur tveir, Jörundur og Daníel. Jörundur var Guðbrandsson og hafði búið á Hólmlátri eftir föð- ur sinn; hann var þá við aldur, er eg kom vestur, vel efnaður, greindur maður og gætinn, óframgjarn, grandvarasti maður til orða og verka, mikilsvirður og vinsæll. Á móti honum bjó tengdasonur hans, Daníel Sigurðsson, góður bóndi, prýðilega gefinn og vel að séx-, vinsæll og bezti drengur. Þeir fóru síðar báðir til Vesturheims. Þeir sögðu mér báðir saman sögu þá, er hér fer á eftir. Það var sumarið 1882 um túnasláttinn, að sonur Daníels 11—12 ára (að mig minnir) rak kýrnar eftir mjaltir um morguninn inn veginn sunnan und- ir Borgunum. Veit hann þá ekki fyrri til en til kúnna kemur skepna nokkur, án þess að hann tæki eftir hvaðan hún kom. Hún var á stærð við kú,

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.