Gríma - 01.09.1933, Qupperneq 60

Gríma - 01.09.1933, Qupperneq 60
58 DÝRIÐ I HÓLMLATURSTJÖRNINNI í grenndinni hefði verið til gripur með þeim lit, enda hafði fólkið á hinum bænum veitt honum eft- irtekt vegna þess. Daníel sagðist hafa bannað syni sínum að hafa meir orð á þessu, því að enginn mundi trúa, að þetta hefði verið annað en nautgripur, og hlæja að honum fyrir ranga eftirtekt; en sjálfur sagðist hann þó eiga bágt með að trúa því á hann, og vera viss um, að hann hefði ekki farið með ósannindi viljandi eða vísvitandi. Datt svo saga þessi niður. Haustið eftir varð annar atburður til að rifja þetta upp, annars hefði það líklega gleymzt að fullu og aldrei borizt mér til eyrna. Það var einn dag um haustið að Jörundur bóndi gekk til kinda. Veður var kyrrt og bjart, jörð al- auð og hafði frosið nokkuð um nóttina, en annars var ekki kominn klaki í jörð og vötn öll íslaus áður. Jörundur gekk inn fyrir bæinn, því að þar gekk féð mest um Borgirnar. Þegar hann er nú staddur uppi á einni hæðinni og litast um eftir kindum, heyrir hann í átt til tjarnanna hljóð nokkur, líkast kýr- bauli, en þó veikara og mjórra, og þegar hann lit- ur þangað, sér hann að tjarnirnar eru lagðar, en í miðri annari tjörninni, þeirri sem dýpri er, sér hann litla vök og upp úr henni koma eins og stór- gripshöfuð, og frá því virtist honum hljóðið koma. Honum þótti þetta kynlegt mjög og stendur góða stund til að athuga þetta sem bezt og ganga sem unnt er úr skugga um, að sér hvorki misheyrist né missýnist. Gat hann eigi betur séð en að stór- gripur væri í vökinni, en höfuðið eitt upp úr og snerist á ýmsa vegu í vökinni. Svo skammt var til tjarnarinnar, að hann bæði sá, hvemig ísinn brotn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Gríma

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.