Gríma - 01.09.1933, Side 67

Gríma - 01.09.1933, Side 67
SAtiAN AP NÆFRAKOLLTJ 60 svo mjög við þessi orð, að hún féll í öngvit, en karl gerði sér þá hægt um hönd, tók hana í fang sér og bar hana inn í húsið. Þegar Helga kom aftur til sjálfrar sín, varð hún þess vör, að hún var lokuð inni í rammgeru húsi, þar sem allt var öðruvísi en hún hafði áður vanizt. Karl var henni góður og eftirlátur í mörgu; en það sagði hann henni skýrt og skorinort, að framvegis yrði hún að vera þar húsfreyja og sem eiginkona sín. »Mun eg fara vel með þig«, mælti hann, »ef þú verður mér auðsveip og hlýðin og reynir ekki að strjúka frá mér, enda yrði það sjálfri þér verst, ef þú reyndir það. Byggð mín er svo afskekkt, að þú kæmist aldrei til ann- ara manna, og svo mundi eg fljótt verða var við það, ef þú strykir frá mér. Þess vegna skaltu taka kjörum þínum með stillingu og skynsemi, vera mér góð og láta þér ekki leiðast fámennið. Þá skal þig ekkert skorta og skal eg þá reyna að verða við öll- um óskum þínum«. Helga hlustaði þegjandi á karl- inn; þóttist hún sjá, að henni mundi ekki verða undankomu auðið og að öll þvermóðska yrði til þess eins að gera illt verra; það var komið, sem komið var. Hún varpaði því öndinni mæðilega og svaraði: »Eg sé það, að eg verð nauðug viljug að gefa mig þér á hönd, þótt þú hafir svikið mig hing- að; er mér það raunar þvert um geð, en svo lízt mér á þig, að betra sé að eiga þig að vini en óvink. Við þessi orð hennar varð karl léttbrýnn og þakk- aði henni viturlegar undirtektir. Fór nú vel á með þeim og að nokkrum tíma liðnum hafði karli tek- izt að ávinna það með töfrum sínum, að hún gleymdi að miklu leyti sínum fyrri högum; vandist 5 Qrlma IX.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.