Gríma - 01.09.1933, Side 70

Gríma - 01.09.1933, Side 70
68 SAGAN AF NÆFRAKOLLU inum, en lykilinn ber hann alltaf á sér. Nú eru jól- in í nánd og verður hann þá ekki heima fremur en vant er. Skaltu samt leggja að honum svo sem þú getur, að hann sýni þér í kistilinn; mun honurn þykja fyrir því að neita þér um fyrstu bón þína eftir lát mitt, enda ann hann þér hugástum. Mun hann fyrir þrábeiðni þína sýna þér klæðið í þeirri fullvissu, að þú vitir ekki neitt um nátfuru þess eða til hvers það má notast. f kistlinum muntu einnig sjá stein, sem er fagur eins og gull; skaitu grípa steininn, halda honum í vinstri lófa þér og óska þess í hljóði, að þú kunnir að hagnýta þér klæðið; mun þér þá verða að ósk þinni. Þá skaltu biðja föður þinn um að mega hafa steininn í þín- Um vörzlum og mun hann að lokum láta það eftir þér, af því að hann heldur að þú þekkir ekki nátt- úru hans. Skaltu varðveita steininn sem sjáaldur auga þíns, því að meðan þú hefur hann, geturöu óskað þér hvers þarflegs, sem þú vilt. En ekki máttu óska mér lengri lífdaga, því að þeir eru nú orðnir nógu margir og langir. — Það vil eg segja þér, að ömmu þinnar nýtur þú nú að í þessu, og eru þetta hennar ráð; hefur hún birzt mér í draumi, og mun hún vera nýlega dáin, en eg veit að faðir minn og systur mínar eru enn á lífi. Þess vil eg biðja þig, að láta þær ekki gjalda bxæytni sinnar við mig, ef þú hittir þær síðar. Segir mér svo hug- ur um, að þér muni betur farnast en mér og munir komast burt héðan. Mun þér ef til vill ekki þykja fallegt af mér, að hvetja þig til að strjúka frá föð- ur þínum, en bæði er það, að eg óttast um þig, ef þú dvelur hér lengur, og svo ert þú ekki föður þín- um vandabundnari en það, að þú þarft enga sam-

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.