Gríma - 01.09.1933, Side 76

Gríma - 01.09.1933, Side 76
74 SAGAN AF NÆFRAKOLLU tvær systur, sem erum að keppa um hnossið, ásamt óteljandi fjölda annara meyja, seðri sem lægri; höfum við sína skykkjuna hvor í saumum, en að mánuði liðnum verður haldin sýning' á öllum sauma- skapnum; þá er nú hætt við að hjartað berjist í barmi á margri bjartri drós, því að allar sauma- meyjarnar verða að koma á vettvang og þá kveður kóngsson upp dóminn. Það er svo sem engin smá- ræðis eftirvænting og forvitni í kvenþjóðinni nú, og vilja margar ná í kóngssoninn, eins og þú getur skilið«. »Já, vel skil eg það«, svaraði Næfrakolla. Stúlkan leiddi hana nú inn í kotið og tók böggul hennar til varðveizlu. í baðstofunni hitti Næfra- kolla foreldra stúlkunnar, sem voru öldruð orðin, og eldri systur hennar, laglega stúlku og fjörlega. Iíeilsaði Næfrakolla heimafólki og var vel fagnað. Allt var þar fátæklegt innanstokks, en vel um gengið; var henni veittur góður beini, þótt af litl- um efnum væri að taka. Svaf hún af um nóttina og vaknaði heil og hress um morguninn af værum blundi. Karlsdætur sátu þá sveittar við saumana. Sögðu þær báðar, að sjálfsagt væri að Næfrakolla freistaði gæfu sinnar eins og aðrar meyjar, en hún tók því fálega. »Er eg illa að mér í þeirri mennt«, svaraði hún, »og jafnvel þótt eg gæti gert mér von um að sigra í samkeppninni, mundi eg ekki kæra mig um það. Get eg glöð unnað hverri annari meyju að hreppa þá hamingju«. Karlsdætur lögðu því fast- ar að Næfrakollu og kom þar að lokum, að hún gaf kost á því, með því móti, að önnurhvor þeirra systra eignaði sér verk hennar, ef það yrði þess vert að vera sýnt kóngssyni. »Það er nógur tími til að tala um það, þegar að því kemur«, sögðu þær.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.