Gríma - 01.09.1933, Síða 77
SAGAN AF NÆFRAKOLLU
75
Fengu þær nú Næfrakollu sæniilegt efni og settist
hún að saumum sú þriðja.
Leið svo hver dagurinn af öðrum; saumuðu þær
af kappi og miðaði drjúgum með skykkjurnar,
Sneið Næfrakolla skykkju sína svo snyrtilega, að
hver maður hlaut að dást að; síðan setti hún hana
fögrum gullsaumi og glitrandi gimsteinum, svo að
karlsdætur féllu alveg í stafi, þegar þær sáu list-
fengi Næfrakollu og allt það skraut, sem hún bar
í verk sitt; skildu þær sízt í því að ótigin göngu-
kona væri svo vel að sér og ætti ráð á slíkum ger-
semum; vissu þær ekkert um öll þau auðæfi, sem
Næfrakolla átti í böggli sínum. Loksins voru þær
allar búnar með skykkjurnar og blandaðist þeim
ekki hugur um, hver þeirra var fegurst, því að
skykkja Næfrakollu bar svo af hinum sem gull af
eiri; þegar sólai’ljósið skein á hana, var líkast því
sem geislaði af hverju nálspori og gimsteinarmr
tindruðu eins og stjörnur. »Nú verður önnurhvor
ykkar að taka við minni skykkju, eins og þið 3of-
uðuð mér í fyrstucc, mælti Næfrakolla við systurn-
ar, »því að eg kæri mig ekki um að mín sé getið
að neinu«. »Þá er bezt að eg taki við henni og seg-
ist hafa saumað hana«, svaraði eldri systirin; »þá
getur yngri systir mín fengið mína skykkju í stað
sinnar, því að mín er miklu betur gerð, eins og
þið sjáið«. »Það stendur mér alveg á sama«, svar-
aði Næfrakolla, »þið hafið það eins og ykkur gott
þykir«.
Á tilteknum degi stefndi kóngsson saman öllum
meyjum, er tekið höfðu þátt í samkeppninni. Kom
þar saman mikill fjöldi manna; var þröng mikil og
olnbogaskot í hóp meyjanna, því að ein þóttist ann-