Gríma - 01.09.1933, Page 80

Gríma - 01.09.1933, Page 80
78 SAGAN AF NÆFRAKÓLLÚ syni og mælti: »Herra kóngsson, leyfið mér að mæla nokkur orð. Svo er háttað mínum högum, að eg er ekki verðug þeirrar tignar, sem þér bjóðið mér; verð eg að hafna henni, því að eg er einskis góðs makleg«. Kóngsson og alla þá, sem við voru, rak í rogastanz, þegar þeir heyrðu þessi orð. Skoraði kóngsson á hana að segja frá, við hvað hún ætti með þessari sjálfsásökun. Næfrakolla sagði þá sögu sína frá rótum; sagðist hún þá heita Helga, hefði hún misst móður sína fýrir skömmu og nauðulega sloppið frá föður sínum með því móti, að ráða hon- um bana. Hlustuðu allir forviða á frásögn hennar, en er hún hafði lokið henni, mælti kóngsson: »En hvers vegna vilt þú hafna gæfu þinni, þegar þú loks hefur ratað úr raunum þessum?« »Eg vil ekki«, svaraði Helga, »bletta tign yðar með því, að þér gangið að eiga stúlku, sem hefur átt slíkan föður og ráðið honum bana, þótt tilneydd væri«. Þá mælti kóngsson: »Mikil tíðindi og fáheyrð hefur þú sagt oss; en það getum vér sagt þér með sannindum, að þú hefur ekki föðurmorð framið, því að töframað- ur þessi var ekki faðir þinn, heldur ferlegt tröll og illmenni, sem rændi móður þinni á þrælslegan hátt og hélt henni lengi í ánauð; var móðir þín hin ágæt- asta kona, þótt hún væri af snauðum komin í aðra ætt sína. Amma þín var elzta hálfsystir föður míns, og flýði hún í óbyggðir með mannsefni sínu til þess að forðast eftirsókn foreldra og annara skyld- menna. — Það var hið mesta mein, að móðir þfn skyldi brjóta boð ömmu þinnar, því að annars hefði betur farið fyrir henni. Hún var þunguð, þegar töfrakarlinn náði henni á sitt vald. Nokkru áður hafði kóngssonur nokkur verið á dýraveiðum þar

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.