Gríma - 01.09.1933, Side 82

Gríma - 01.09.1933, Side 82
80 SAGAN AF NÆFRAKOLLtT æfinnai-; fór hún að fyrirmælum móður sinnar og lét þær systur ekki gjalda fyrri misgerða sinna. Brúðkaup Helgu og kóngssonar var haldið nokkru síðar með mikilli dýrð. Voru boðsgestir leystir út með gjöfum og óskuðu þeir brúðhjónunum allra heilla og hamingju. Tók kóngsson nokkrum árum síðar við ríkisstjórn að föður sínum látnum. Urðu þau kóngur og drottning langlíf og ástsæl af þegn- um sínum. Svo kunnum vér ekki þessa sögu lengri. 26. Dranmvísa. (Eftir handriti Baldvins Eggertssonar). Sigurð Árnason bónda í Kirkjuhvammi á Vatns- nesi vantaði eitt sinn hryssu að vetri til. Þá dreymdi vinnumann hans, að til sín kæmi maður, sem 'kvæði vísu þessa: Sízt má hræra sig úr stað sveipuð hvítum dúki; kátir hrafnar koma að og kroppa fæðu’ af búki. Nokkru síðar fannst hryssan dauð. Hafði hana fennt, en þiðnað ofan af henni síðar. Var hún þá hrafnétin nokkuð.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.