Bændablaðið - 19.09.2019, Síða 19

Bændablaðið - 19.09.2019, Síða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 19 „Við fögnum því fyrst og fremst að málið er í höfn og framkvæmd- ir hafnar. Búið er að tengja saman austur og vesturbakka Eyjafjarðarár með landfyllingu og hægt að ganga þurrum fótum yfir í Stórhólma,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, um smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun nýtast hestafólki á ferð um Kaupvangsbakka, á leið fram í Eyjafjörð eða austur í Þingeyjarsýslu. Framkvæmdir við smíðina hófust á dögunum. Nokkur styrr stóð um brúarsmíð- ina, Léttismenn hafa undanfarið eitt og hálft ár tekist á við bæjaryfirvöld á Akureyri um smíðina og hver beri kostnað af henni. Brúin skiptir verulegu máli fyrir hestafólk en hún nýtist fyrir hestaumferð milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu og eins vegna umferðar hestafólks fram í Eyjafjörð. „Það var á stundum tekist á við bæj- aryfirvöld en við töldum okkur hafa réttinn okkar megin og sem betur fer fékk þetta mál farsælan endi,“ segir Sigfús. Vonum að verkið vinnist hratt og vel Hann segir Léttisfólk fagna því að framkvæmdir við brúarsmíðina séu hafnar og að þetta erfiða mál sé að baki. „Við vonum að verkið vinnist hratt og vel og stefnum að því að vígja þessa nýju reið- og göngu- brú á Eyjafjarðará með viðhöfn á mikilli hátíð sem efnt verður til síðla í maí á næsta ári í tengslum við hina árlegu Bakkareið Léttis á Kaupvangsbökkum,“ segir Sigfús og bætir við að nýja brúin verði glæsi- legt mannvirki sem nýtast mun sem tenging milli austur- og vesturbakka um ókomin ár. Mikil samgöngubót fyrir hestamenn og útivistarfólk „Nýja brúin á Eyjafjarðará verður okkur öllum til sóma og mikil samgöngubót fyrir, ekki bara okkur hestamenn eina, heldur líka allt annað útivistarfólk sem notar bakka Eyjafjarðarár í ríkum mæli til göngu- og fugla- skoðunar. Við Léttismenn börðu- mst því ekki bara fyrir brúnni fyrir okkur hestamenn, heldur miklu fleiri líka,“ segir Sigfús. /MÞÞ Tryggðu þér miða á Landsmót hestamanna 2020 á Hellu á besta mögulega verðinu með því að kaupa miða í forsölu á aðeins 16.900 kr. Forsöluverð gildir til 31.12.2019. ATH. Með því að kaupa miða í gegnum þitt hestamannafélag renna 1.000 kr. til félagsins. Reið- og göngubrú byggð yfir Eyjafjarðará Framkvæmdir eru hafnar við smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun tengja austur- og vesturbakka Eyjafjarðar. Brúin nýtist umferð hestafólks um svæðið en einnig þeim fjölmörgu sem þangað fara í fuglaskoðunar- og gönguferðir. Almannavarnir Suðurlands: Viðbragðsáætlanir Viðbragðsáætlanir verða unnar vegna skógar- og kjarrelda, jarð- skjálfta á Suðurlandi og heimsfar- aldra innflúensu. Fulltrúar Almannavarna Suðurlands voru gestir á fundi Héraðsnefndar Árnessýslu á dögun- um þar sem Ásta Stefánsdóttir, for- maður Almannavarna Árnessýslu, Björn Ingi Jónsson almannavarna- fulltrúi og Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, komu inn á fundinn og fóru yfir málefni Almannavarna. Björn Ingi lagði mikið upp úr því að um sé að ræða eitt svæði og eitt afl. Það eru 14 sveitarfélög sem eiga aðild að þessu samstarfi og þrjár héraðsnefndir. Fram kom á fundinum að áætl- að er að fara í vinnu við viðbragðs- áætlanir vegna skógar- og kjarrelda, jarðskjálfta á Suðurlandi, heimsfar- aldra innflúensu og eldsumbrota í Öræfajökli svo eitthvað sé upp talið. /MHH Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 45,6% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.