Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 29

Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 29 Forystufé á Facebook Gulla segir að leiðbeinandinn sinn, Gísli Sigurðsson, hafa reglulega imprað á því við sig eftir útskrift hvort hún ætli ekki að taka þessa ritgerð sína lengra, halda áfram að vinna með þetta efni og safna sögum um þetta æðislega fé. „Já, ég er svona aðeins farin að byrja á því núna, en fyrsti liður í því var að stofna hópinn „Forystufé á Facebook“. Á tveimur sólarhringum bættust 400 manns í hópinn og það er enn að tínast til, sem eru miklu betri viðbrögð en ég þorði að vonast eftir. Það er greinilega mikill áhugi fyrir hendi og fólki finnst gaman að geta deilt myndum af þessu fallega fé og sagt frá því, enda hefur það yfirleitt stóran persónuleika. Í framhaldi af þessu er farin að aukast þráin hjá mér að safna saman í nýja bók, nokkurs konar sjálf- stætt framhald af því sem Ásgeir frá Gottorp gerði með bók sinni Forystufé á sínum tíma, sem kom út um miðja 20. öld. Ég vil fara almennilega ferð um landið, taka viðtöl við fólk og fé og safna saman sögunum sem við eigum í dag, svo þær glatist ekki,“ segir Gulla og bætir við að verkefnið sé samt allt á algjöru byrjunarstigi og að hún sé ekki búin að finna út úr praktískari atriðum eins og hvernig það verk yrði fjármagnað. Allt öðruvísi sögur í dag Verði niðurstaðan sú að Gulla safni saman efni um forystufé í bók segir hún að sögurnar í dag séu allt aðrar en þær sem var verið að safna kringum 1950, hafa öðruvísi þemu og aðrar áherslur. „Já, lýsingarnar eru ekki lengur eins og á fornköppunum og gáfa þeirra til að segja fyrir um veður nýtist ekki jafn mikið í dag. Núna tölum við um þessar kindur sem frekjur eða krútt og tölum meira um ærnar heldur en sauðina eða hrútana. Það er samt sem áður alltaf þessi sami grunnur, fólk sem elur forystu- fé dáist að því, leiðtogahæfni þess, hæfileikum og vill fá að deila þeim sögum með öðrum,“ segir Gulla frá Gróustöðum. /MHH Gulla ásamt foreldrum sínum á Gróustöðum í Gilsfirði. Móðir hennar lést haustið 2017 en hún hét Signý Magnfríður Jónsdóttir, fædd 1962, og var 55 ára þegar hún lést. Pabbi hennar er Bergsveinn Grétar Reynisson, fæddur 1964 og varð 55 fyrr á árinu. Bróðir Gullu heitir Jón Ingibe, fæddur 1988 og er því 31 árs og sjálf er Gulla fædd 1991 og er því 28 ára gömul. Mynd / Úr einkasafni Foreldrar Gullu stofnuðu árið 2012 lítið fyrirtæki, sem kallast „Össusetur Íslands“ en það er með sýningu um íslenska haförninn. Mynd / Úr einkasafni RAFÓS rafverktakar e h f Tökum að okkur öll verkefni sem við kemur raflögnum, hvort sem er viðhald, viðbætur eða nýlagnir fyrir fyrirtæki, iðnað eða almennan notanda. Rafós er löggiltur rafverktaki með reynslu í óháðri ráðgjöf og uppsetningu hleðslustöðva. Setjum upp allar gerðir hleðslustöðva fyrir einstaklinga, sameignir og fyrirtæki. Ef búnaður er ekki fyrir hendi, þá veitum við ráðgjöf við val á búnaði miðað við þarfir. RAFÓS rafverktakar e h f Freyjunesi 10, 603 Akureyri Sími: 777 1802 Email: rafos@rafos.is Erum einnig á facebook Almanak Háskóla Íslands 2020 H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003 Almanak (ásamt Árbók) Þjóðvinafélagsins 2020 ALMANAKHins íslenska Árbók Íslands 2020 2018 146. árgangur ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS 2020 - ÁRBÓK 2018 Fást í helstu bókaverslunum um land allt Almanak 2019*2_Layout 1 02/12/2019 16:44 Page 1 ÖRMERKINGANÁMSKEIÐ Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinga­ nám skeið í janúar 2020. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hrossa hjá MAST, á grundvelli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á þremur stöðum, verði þátttaka næg: √ Hvolsvöllur, föstudagur 17. janúar / (síðasti skrán.dagur fös. 10. janúar). √ Hvanneyri, föstudagur 24. janúar / (síðasti skrán.dagur fim. 16. janúar). √ Akureyri, fimmtudagur 30. janúar / (síðasti skrán.dagur fim. 23. janúar). Um er að ræða eins dags námskeið, bæði bóklegt og verklegt, frá kl. 9:00­16:00. Námskeiðsgjald er kr. 50.000,­ með einni örmerkingabók innifalinni í verði. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig til þátttöku hjá undirrituðum. Pétur Halldórsson, RML­Hvolsvelli: petur@rml.is / S: 862­9322 eða 516­5038. Ath. að félagar í Bændasamtökum Íslands geta átt rétt á styrk úr Starfsmenntasjóði BÍ (sjá nánar: http://www.bondi.is/felagsmal/ starfsmenntasjodur/).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.