Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 31

Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 31 Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að kaupa tuttugu og fimm nýja sjúkrabíla í kjölfar útboðs Ríkiskaupa. Reiknað er með að fyrstu bílarnir verði afhentir fullbúnir til notkunar í september á næsta ári. Fyrirtækið Fastus átti tilboðið sem skoraði hæst og var tekið. Bílarnir tuttugu og fimm eru af tegundinni Mercedes Benz Sprinter. Þeir eru stórir og rúmgóðir sem tryggir sjúklingum góðar aðstæður, auðveldar sjúkraflutningamönnum að sinna þeim um borð og eykur þannig öryggi þjónustunnar. Í útboðinu var áhersla lögð á að nýir bílar myndu uppfylla ströngustu kröfur sérfræðinga varðandi öryggi, aðbúnað og vinnuumhverfi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra segir þetta stóran og kær- kominn áfanga: „Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er sérstök áhersla lögð á skilvirka og öfluga sjúkraflutninga sem lið í því að jafna aðgengi lands- manna að góðri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Endurnýjun sjúkrabif- reiða og búnaðar skiptir þar miklu máli, til að halda uppi tilskildum gæðum, tryggja öryggi sjúklinga og sjúkraflutningamanna og standa undir umfangi þjónustunnar til fram- tíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Samkvæmt fyrrnefndu samkomu- lagi er gert ráð fyrir að alls verði 68 sjúkrabifreiðar endurnýjaðar fyrir árslok 2022, en flotinn samanstendur af um 80 bílum alls. Samkomulagið gerir því ráð fyrir endurnýjun á stærstum hluta þeirra sjúkrabíla sem nú eru í notkun á samningstímanum. Með þessu mun takast að endurnýja alla sjúkrabíla sem eru í fremstu röð viðbragða. /MHH Gylfafl öt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is Frostagötu 2a • 603 Akureyri • velfang@velfang.is - VERKIN TALA KUHN áramótatilboð gildir til 5. janúar 2020 LÍF&STARF Tuttugu og fimm nýir sjúkrabílar keyptir Tuttugu og fimm nýir sjúkrabílar verða afhentir í september 2020. Mynd / MHH Vilja þyrlur á Egilsstaði Á fundi bæjarráðs Fljótsdals­ héraðs nýlega fór Björn Ingimars­ son bæjarstjóri yfir fyrri umfjöll­ un og umræður varðandi sjúkra­ flug á Austurlandi. Fram kom hjá honum að einungis ein sjúkraflugvél er star- frækt á landinu, sem gerð er út frá Akureyri. Í ljósi þess er augljóst að upp getur komið mjög alvar- leg staða, ef útköll koma á sama tíma á mismunandi landsvæðum. Eftirfarandi tillaga var lögð fram og samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með bæjarráði og árétt- ar að brýnt er að komið verði upp aðstöðu fyrir hluta útgerðar þyrlu- sveitar Landhelgisgæslunnar á Egilsstaðaflugvelli eða að þar verði staðsett sérstök sjúkraþyrla til að sinna bráðatilfellum á þessu land- svæði. Bæjarstjórn leggur áherslu á að mótuð verði sem fyrst framtíðar- stefna í sjúkraflutningum.“ /MHH Uppsveitir Árnessýslu: Heilsueflandi samfélag Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skoð­ ar nú möguleika á samstarfi sveitar­ félaganna í uppsveitum Árnessýslu um verkefnisstjóra heilsueflandi samfélags. Á vettvangi Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur verið rætt um samstarf um verkefni tengd heilsuefl- andi samfélagi, þ.e. að sveitarfélögin sameinist um verkefnisstjóra til eins árs. Nú er Bláskógabyggð með verk- efnisstjóra í 20% starfshlutfalli, en ef af breytingunni yrði þá væri hvert sveitar- félag um sig með 25%. Verkefnisstjóri myndi þá hafa starfsstöð í hverju sveitar- félagi fyrir sig. Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, hefur verið falið að senda sveitarfélögunum áætlun um kostnað við verkefnið og er lagt upp með að Bláskógabyggð myndi halda utan um það. /MHH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.