Bændablaðið - 19.09.2019, Síða 49

Bændablaðið - 19.09.2019, Síða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 49 BETRA START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 Netfang info@arctictrucks.is Vefur www.arctictrucks.is JEPPADEKK.IS Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29”-44”. 38” radíaldekk sem hefur margsannað sig á hálendi Íslands. 44” radíal. Hannað í samstarfi Arctic Trucks og Nokian. 35” radíal. Frábært neglt vetrardekk! kr. 39.900,- kr. 39.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,- FELGUR Gott úrval Margar stærðir söguð af skal láta það afskiptalaust og ekki mála eða lakka yfir. Greinahrúga Að lokinni greinahreinsun trés myndast gjarnan greinahrúga af­ sagaðra greina neðst við stofn trésins. Hrúgan getur virkað eins og bálköstur ef sinueldur kemst í þurran skógarbotninn. Því er gott að venja sig strax á það að færa hrúgunni til með einu eða tveimur spörkum eftir að tréð hefur verið uppkvistað. Einnig má safna greinunum saman, draga út í eyður eða á örfoka mel og nota í landgræðslu. Ekki skemmir ef fræfullir könglar eru á greinunum. Jaðarsvæði Skipta má jöðrum í tvennt: Útjaðra og jaðrar í eyðum. Útjaðar er kragi í kringum skógarreit sem tekur á sig vind og snjó. Í skógarreitnum eru oft eyður þar sem sambærilegar aðstæður eru og við útjaðarinn. Eyður eru bæði af náttúrulegum ástæðum og mannlegum. Náttúrlega ástæður eru til dæmis klettar og dý, eða þar sem tré þrífast illa (Eyður hverfa yfirleitt með framvindu skógarins). Mannlegar ástæður eru mannvirki eins og vegir og aðrar skipulagsákvarðanir. Varhugavert er að opna skógar­ jaðra um of. Vindur og snjór getur bæði brotið greinar og jafnvel brotið trén sjálf. Þá er vissara að uppkvista aðeins fá tré í fyrstu 10 metrunum inn frá jaðri skógarins. Fyrir þá sem eru óöruggir með umhirðu á jaðrinum er vissara að gera minna fremur en meira og leita sér aðstoðar til þeirra sem betur þekkja. Uppkvistun nytjaskóga Nytjaskógrækt gengur út á að rækta tré sem síðan eru notuð í margvíslega úrvinnslu, t.d. kurl, eldivið og flettiefni. Mestur árangur og arðsemi næst af ræktuninni þegar tré eru stór og gallalaus. Til að ná fram mestum timbur­ nytum úr skógunum eru þeir grisjaðir á nokkurra ára fresti. Það er gert til að gefa gæðamestu trjánum svigrúm til aukinns þver­ málsvaxtar. Það eru ekki öll gróðursett tré sem verða flettiefni, en það eru þau tré sem henta best í vinnslu í sögunarmyllum. Eftir því sem gæði trjánna eru meiri, þeim mun verðmeira er timbrið. Það þýðir að ekki er þörf á að uppkvista öll trén í skóginum heldur einungis góð einstofna tré sem standa með um það bil 5 metra millibili. Vissulega má uppkvista fleiri tré, en óvíst er að það skili sér í auknum tekjum til skógarbóndans. Ef önnur kynslóð trjáa er að vaxa upp í skógarbotninum skal gefa þeim trjám rými til að vaxa og þá getur verið gott að saga greinar neðan af fleiri eldri trjám svo þær slái ekki af toppa þeirra yngri. Árangursríkasta uppkvistunin er að fara að sömu trjánum með nokkurra ára millibili og taka lítið í senn en fæstir sem hafa þolinmæði í það. Það þarf þó að fara tvisvar til þrisvar sinnum til að uppkvista nægilega langt upp í tréð til að hafa árangur sem erfiði. Hlynur Gauti Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda (LSE) Uppkvistaður skógur gerir bæði skóginum gott og ágætis aðgengi. Lerkiskógur með langa kvistlausa boli. Mynd / HGS

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.