Bændablaðið - 19.09.2019, Side 50

Bændablaðið - 19.09.2019, Side 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201950 SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA gönguleiðir Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk í fyrra styrk úr Lýðheilsusjóði til að merkja stíga og koma á framfæri upplýsingum um léttar og aðgengi- legar gönguleiðir í Kjarnaskógi við Akureyri. Skiltarömmunum var nýlega komið upp við helstu innganga að skóginum og að auki voru settir upp vegvísar við ýmis stígamót innan hans. Skiltarammarnir voru búnir til úr lerki sem til féll við grisjun í nágrannaskóginum Vaðlareit. Haukur Karlsson, yfirsmiður Skógræktarfélagsins, sá alfarið um vinnu við gerð og uppsetningu skiltanna. Milt tíðarfar gerir alla vinnu í skóginum auðveldari Ingólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að verkefnið hafi verið unnið í samstarfi við þá aðila á svæðinu sem starfa að lýðheilsu- málum, m.a. aldr- aðra, geðfatlaðra og þeirra sem sinna endurhæfingu svo dæmi séu tekin. „Stjórn og starfsfólk SE hefur unnið hörðum höndum að þessu verk efni og það er ánægjulegt að verkinu er lokið, og léttleiðakortin komin upp en þau verða einnig aðgengileg á heima- síðu okkar þar sem fólk getur kynnt sér góðar gönguleiðir áður en farið er í skóginn. „Það var ótrúlega gaman að vinna að þessu verkefni og sjá hvernig það þróaðist á vinnslutímanum,“ segir hann. Samhliða skilta- gerðinni hefur verið útbú- ið kort sem nær yfir aðrar göngu- og skíðaleiðir í skóginum og í kjölfarið munu fylgja upplýsingakort um sögu, örnefni, dýralíf og fleira þess háttar. „Veturinn hefur farið mildilega með okkur það sem af er og þótt margir sakni þess að geta ekki þeyst um skóginn á skíðum gerir tíðar- farið okkur auðveldara um vik að sinna ýmsum framkvæmd- um á okkar svæðum,“ segir Ingólfur. Nú í nóvember hefur af kappi verið unnið að stígagerð í Naustaborgum og Kjarnaskógi, verk sem ekki endi- lega er algengt að vinna á þessum árstíma. Aðventutrén vinsæl Ingólfur nefnir að önnur störf sem starfsfólk sinni nú miðist helst við að seðja jólatrjáþyrsta Eyfirðinga sem skreyta kringum híbýli sín á aðventunni. Gott dæmi um það séu verslunareigendur í miðbæ Akureyrar sem taka sig saman og fá jólatré frá SE fyrir hver jól. „Það er myndarlegur skógur sem verður til í göngugötunni á aðventunni. Trén köllum við aðventutré, þau er hægt að fá í ýmsum stærðum og fullskreytt ef óskað er en við flytjum þau til viðskiptavina í byrjun að- ventu og sækjum aftur í lok janúar,“ segir hann. Aukin áhersla á íslensk jólatré Ingólfur segir að heimilisjólatrén séu hoggin eins seint og hægt er og óneit- anlega geri blítt veðurfar undanfarna daga alla umsýslu við trén þægi- legri. „Við finnum mjög fyrir því að fólk leggur aukna áherslu á að vera með íslenskt jólatré um hátíðar og hlökkum til að standa vaktina í Laugalandsskógi á Þelamörk tvær síðustu helgarnar fyrir jól þar sem fólk kemur og heggur sín eigin jóla- tré. Þar eru allir vinir og eiga góða stund,“ segir hann. /MÞÞ Haukur Karlsson yfirsmiður sá um að smíða skiltarammana og setja þá upp, en þeir eru búnir til úr úr lerki sem til féll við grisjun í nágranna- skóginum Vaðlareit. Myndir / Ingólfur Jóhannsson Kjarnaskógur er afar vinsælt útivistarsvæði og má gera ráð fyrir að fjölmargir sæki sér hressandi útiveru þar á komandi frídögum um jól og áramót. Starfsmennirnir Ari Hilmarsson og David Joseph Dowling (á myndinni til hægri) hafa nú í nóvember unnið af kappi við stígagerð í Naustaborgum og Kjarnaskógi, verk sem ekki endilega er algengt að vinna á þessum árstíma. Aðventutrén hafa notið vinsælda en þau er hægt að fá í ýmsum stærðum og fullskreytt ef óskað er. Vegvísum hefur verið komið upp við ýmis stígamót í Kjarnaskógi. Uglurnar fylgjast vökulum augum með gestum skógarins.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.