Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 63

Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 63 Gerum gamalt eins og nýtt Rauðhellu 16. 221 Hafnarfirði - Sími 696-5756 - Blasturogmalun.isdlb.is Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs Húsnæðisuppbygging á lands byggðinni komin á skrið Frá því ég tók við embætti um þetta leyti árs árið 2017 hef ég einsett mér að mynda traust- ari umgjörð um húsnæðismál á Íslandi. Í þeim efnum hef ég lagt áherslu á að tryggja nægjanlegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Þegar hefur farið fram mikil endur- skipulagning og umbótavinna á sviði húsnæðismála bæði hjá ríki og sveitarfélögum og er henni hvergi nærri lokið. Ég hef lagt sérstaka áherslu á að landsbyggðin verði ekki látin sitja eftir en þar hefur ríkt stöðnun á húsnæðismarkaði um langt skeið. Haustið 2018 fól ég Íbúðalánasjóði að fara af stað með tilraunaverkefni í því skyni að leita leiða til þess að bregðast við þeim áskorunum sem landsbyggðin stendur frammi fyrir í húsnæðismálum. Þegar hafa verið kynntar ýmsar lausnir á grunni verkefnisins og eiga fleiri eftir að líta dagsins ljós. Málið er brýnt enda allmörg dæmi um að skortur á íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni hafi staðið atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum. Við það á ekki að una enda hagur okkar allra að atvinnulíf blómstri um allt land. Sértækar aðgerðir Þörf á húsnæðisstuðningi fyrir lands- byggðina er önnur en á höfuðborgar- svæðinu. Þar vantar oftar en ekki upp á að húsnæðismarkaðurinn sé nægi- lega skilvirkur enda víða misvægi á milli byggingarkostnaðar og mark- aðsvirðis íbúða. Þeir sem vilja kaupa eða byggja húsnæði á landsbyggðinni hafa haft takmarkaðan aðgang að lánsfé og kjörin ekki verið sambæri- leg þeim sem bjóðast á virkari mark- aðssvæðum. Í því skyni var nýjum lánaflokki hjá Íbúðalánasjóði komið á fót í haust. Hann er sérsniðinn að landsbyggðinni og er ætlað er að auð- velda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna úti á landi. Hann hefur nú þegar stuðlað að uppbyggingu víða um land. Þá hefur leigufélagið Bríet, sem er sjálfstætt félag í eigu Íbúðalánasjóðs rekið án hagnaðarsjónarmiða, átt þátt í að bæta stöðu leigjenda úti á landi en það var stofnað að mínu frumkvæði í árslok 2018. Markmið þess er að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar á landsbyggðinni og rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði víða um land. Bind ég miklar vonir við og er ég þess fullviss að starfsemi leigufélagsins verði landsbyggðinni til framdráttar í komandi framtíð. Eins hafa verið lagðar fram til- lögur til að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins en þannig má bregðast við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði. Tillögurnar gera ráð fyrir að heimilt verði að veita sér- stakt byggðaframlag vegna leigu- íbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs auk þess sem heim- ildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög verði rýmkaðar. Um er að ræða umtalsverðar réttar- bætur á lögum um almennar íbúðir sem munu skipta miklu máli fyrir hinar brothættu byggðir landsins. Framkvæmdir víða hafnar Ég bind miklar vonir við þessar og frekari aðgerðir á landsbyggðinni. Framkvæmdir eru víða hafnar á grunni þeirra og hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að fylgja þeim úr hlaði hringinn í kringum landið. Víða er um að ræða nýbyggingar en auk þess eru sveitarfélög að leita leiða við að breyta húsnæði sem fyrir er með stuðningi ríkis- ins og koma því í sölu eða leigu. Samanlagt hafa þessar aðgerðir komið af stað hreyfingu á hús- næðismarkaði á stöðum þar sem stöðnun hefur ríkt árum og ára- tugum saman. Betur má ef duga skal. Ég mun leggja mitt af mörkum til áfram- haldandi uppbyggingar húsnæð- is á landsbyggðinni enda er hún nauðsynleg svo að atvinnulíf fái að blómstra og samfélögin þar með. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason. LESENDABÁS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.