Bændablaðið - 19.09.2019, Page 65

Bændablaðið - 19.09.2019, Page 65
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 65 Á þessum árstíma er hollt að líta um öxl og rifja upp liðið ár. Fyrir mig sem landsbyggðarþingmann standa ferðir um kjördæmið upp úr. Á árinu hef ég kappkostað við að fræðast um og kynna mér hið víðfeðma Suðurkjördæmi og er svo lánsamur að hafa fengið að kynnast afrekskonum og -mönnum á ýmsum sviðum hins sunnlenska samfélags og reyndar víðar um landið. Þannig hef ég heimsótt bændur sem stunda ólík- an búskap við ýmiss konar aðstæð- ur og hitt sjómenn sem stunda allra handa veiðar. Ég hef kynnt mér fyr- irtækjarekstur af öllum stærðum og gerðum og komið við í opinberum stofnunum um allt kjördæmið. Álögur of háar og kerfið oft flókið Mér er fullljóst hversu harðgerðir og einbeittir íbúar þessa lands eru. Lítil fyrirtæki blómstra sem aldrei fyrr sem kostar mikið harðfylgi og dug forvígismanna þeirra, eins og þeir þekkja sem hafa komið nálægt atvinnurekstri. Álögur á fyrirtæki eru of háar á Íslandi. Flækjur í hinu opinbera kerfi taka of mikinn tíma og orku þeirra sem standa í rekstri fyrirtækja. Þessu þarf að breyta, lækka þarf tryggingagjald til mikilla muna og gera mönnum auðveldara að reka fyrirtækin svo þeir geti ráðið til sín fleira starfsfólk, gert betur við það í launum og ráðist í fjárfestingar til að hagræða í rekstri. Fæðuöryggi Þjóð sem býr í landi sem er langt úti í hafi fjarri öðrum löndum þarf að framleiða sem mest af sínum matvælum heima við. Nú þegar allt beinist að því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda ætti þetta að vera enn meira áríðandi. Við þekkjum heilbrigði íslenskra afurða mæta vel. Þekking á framleiðslu landbúnaðarafurða má ekki glatast og landinu þarf að halda í byggð. Þjóðaröryggi og birgðir Nýlega barst svar við fyrirspurn minni um þjóðaröryggi og birgðahald þar sem ég spurði ráðherra um hvernig háttað væri birgðahaldi matvæla, eldsneytis og lyfja, ef flutningsleiðir að landinu myndu lokast skyndilega um ófyrirsjá- anlegan tíma. Í stuttu máli var svarið þess eðlis að ekki liggi fyrir sérstök viðbragðsáætlun af hálfu stjórnvalda í þessum efnum. Þessi staðreynd veldur mér ákveðnum áhyggjum, því það hefur þrisvar sinnum komið upp á síðustu árum að sú staða var alls ekki fjarlæg að landið lokaðist um lengri eða skemmri tíma. Hér á ég við yfirvofandi heimsfaraldur inflúensu 2008, banka- hrunið sama ár og Eyjafjallagosið 2010. Allir þessir atburðir gátu, ef allt færi á versta veg, lokað aðflutningsleiðum að landinu um lengri eða skemmri tíma. Í ljósi þessa er óábyrgt af stjórnvöldum að hafa ekki einu sinni hugað að við- bragðsáætlunum á þessu sviði. Sameining sveitarfélaga Fyrir þinginu liggur ályktun um sameiningu sveitarfélaga og er í henni gert ráð fyrir að þvinga minni sveitarfélög til að sameinast. Miðflokkurinn leggst alfarið á móti því að þannig sé gengið gegn sjálfsá- kvörðunarrétti sveitarfélaga. Jafnvel þótt í mörgum tilfellum sé æskilegt að sveitarfélög sameinist teljum við að íbúarnir eigi þar að eiga síðasta orðið. Víða eru landfræðilegar að- stæður þannig að sameining skapar afar stór sveitarfélög sem ná ekki fram æskilegri stærðar hagræðingu þó af verði. Það er alls ekki trygging fyrir betri rekstri þótt sveitarfélög stækki, það sanna dæmin. Hvað er að gerast með drengina okkar? Framtíð okkar sem þjóðar byggist að miklu leyti á því hvernig við stöndum okkur í menntun barn- anna. Það hversu illa við stöndum í alþjóðlegum samanburði er mikið áhyggjuefni. Það er ljóst að eitthvað mikið er að og lélegur árangur ungra drengja er sérstakt áhyggjuefni. Illa læsir og skrifandi drengir geta verið tifandi tímasprengja. Þeir eru lík- legri til þess að eiga við alls konar andleg og félagsleg vandamál þegar fram í sækir með öllum þeim sam- félagslega kostnaði sem því fylgir. Hér verðum við að spyrna við fótum strax. Bið eftir aðgerðum er ekki í boði. Veðurofsinn Nýlegt óveður, sem lék stóran hluta landsins illa, leiddi í ljós veikleika á fjölmörgum stöðum í dreifikerfi raf- orku. Miðflokkurinn hefur óskað eftir viðamikilli úttekt á ástæðum þess og þar er ráðherra krafinn svara við fjölmörgum spurningum sem brenna á fólkinu sem varð illa úti vegna veð- ursins. Ísland er harðbýlt land og við eigum að þekkja hvernig náttúruöflin geta gripið í taumana. Gera verður kröfu um lágmarks viðbúnað í þágu fólksins hvar sem það býr í landinu. Ég óska lesendum Bænda blaðsins gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi kgauti@althingi.is LESENDABÁS Framleiðum sem mest af okkar fæðu sjálf Karl Gauti Hjaltason. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson SELDU HRYSSUR TIL LÍFS Hrossabændur óska eftir hryssum Mega vera þriggja til fimmtán vetra Greiðum 30.000 kr. án vsk. fyrir hryssuna. Sækjum frítt á Suður-, Vestur- og Norðurland. Upplýsingar: hryssa@isteka.com eða í síma 581-4138. Geymið auglýsinguna! Hryssur eru greiddar eftir reikningi og eftir umskráningu í WorldFeng. SÉRTILBOÐ – SÝNINGARVÉL Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 mdvelar@mdvelar.is | www.mdvelar.is RAFSTÖÐVARSETT 35 GTC FYRIR LAND- EÐA SJÓNOTKUN Grunnvél: MITSUBISHI • Fyrir þurrt púst • Afl: 35 KVA – 28 kWe • 3 x 400/230 VAC 50 Hz 1500 RPM • Stærð í einangruðum kassa: 1445 x 630 x 788 mm • Rafkerfi vélar: 24 VDC tveggja póla • Digital mæla- og aðvörunarkerfi fyrir vél og rafal • Kapall í mælaborð 4 m CPC • Systra gasolíusíur • Tæmingardæla fyrir smurolíu Tilboðá sýningarvél1.798.000,- krónur + vsk Fullt Verð 2.430.000 + vsk Ovitop forðastautar Frekari upplýsingar inn á netverslun okkar www.kb.is Ovitop forðastautar fyrir sauðfé og geitur. Leysast hægt upp í vömb. Virka í 4 mánuði Ovitop inniheldur joð, kóbalt, mangan, zink og selen. Notkunarleiðbeiningar: Sauðfé og geitur yfir 40kg 2 stautar, einum mánuði fyrir fengitíma og aftur einum mánuði fyrir sauð- burð. Sauðfé og geitur undir 40kg Gefinn er 1 stautur *Fæst bæði með og án kopars

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.