Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 74

Bændablaðið - 19.09.2019, Qupperneq 74
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201974 LESENDABÁS Abraham Lincoln er einn merk­ asti forseti sem Bandaríkja­ menn hafa átt og meta margir hann fremstan allra forseta. Hann sagði eitt sinn: „Allt það sem æskilegt er fyrir velferð mannsins, bæði í þessu lífi og öðru, má finna í Biblíunni.“ Fyrir skömmu var mér boðið á aðventukvöld Gídeonfélagsins. Þar var saman kominn góður hópur fólks sem á það sameig­ inlegt að vilja stuðla að því að sem flestir eignist Guðs orð. Mér er það minnisstætt þegar ég var ungur að árum og fékk Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélaginu. Mér þótti bókin ákaflega falleg og þorði varla að fletta henni í fyrstu af ótta við að hún yrði þá fljótt slitin. Gídeonfélagið var stofnað 1899 í Bandaríkjunum af þremur einstaklingum. Félagsskapurinn breiddist hægt og rólega út og var Ísland þriðja landið þar sem Gídeonfélag var stofnað. Það er í sjálfu sér svolítið merkilegt í ljósi þess að starfsemi þess er í dag nánast í öllum löndum heims. Meðlimir á heimsvísu eru um 270 þúsund og þeir færa öllum sem vilja Nýja testamentið og Biblíuna að gjöf á yfir 100 tungumálum. Félagið hefur gefið rúmlega tvo milljarða eintaka af Biblíunni frá stofnun. Á Íslandi gaf félagið fyrstu Biblíuna á hót­ elherbergi árið 1949 en það var á Hótel Borg. Árið 1954 hóf félagið að fara í grunnskólana og gefa 10 ára börnum Nýja testamentið. Íslenskt samfélag og kristnar rætur Þeirri vegferð lauk því miður árið 2011 þegar kristin trú var sett í skammarkrókinn af Mannréttindaráði Reykjavíkur­ borgar. Þegar borgin bannaði að dreifa í grunnskólum boðandi efni eins og það var orðað. Þremur árum áður, eða árið 2008, bannaði þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins kristnifræði­ kennslu í skólum landsins. Þessar ákvarðanir voru ekki heillavænlegar að mínum dómi. Það var óskynsamleg ákvörðun að þessi bók bókanna sem svo ríku­ lega hefur mótað íslenska menn­ ingu og íslenskan trúararf skuli þannig gerð hornreka í íslensku skólakerfi. Uppeldishlutverk skólans er mikilvægt, ekki síst siðgæðisuppeldi. Skólum er ætlað að miðla slíkum gildum og í íslensku samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur. Taka á tillit til þess að kristin trú hefur verið ráð­ andi í mótun menningar okkar og samfélags. Nú þegar styttist til jóla spyr maður sig að því hvenær verði farið að fetta fingur út í helgidaga­ hald. Verður það jafn sjálfsagt að við fáum frí á kristnum helgi­ dögum og verið hefur? Segja má að hér á landi hafi gætt tilhneig­ ingar til ákveðinnar afkristnunar síðustu árin. Þessari öfugþróun hefur verið stjórnað af háværum minnihluta. Hér þarf að snúa við blaðinu. Bersýnilegt er að kirkjulegt starf hefur mjög færst í aukana á aðventunni í íslenskum söfn­ uðum hin síðari ár. Mikið fram­ boð er af tónleikum og öðru efni sem laðar fólk að kirkjunni. Á þessum árstíma erum við minnt á langa samleið trúar og lista, ekki síst trúar og tónlistar og er það ánægjulegt. Mikilvægi kyrrðarinnar í aðdraganda jóla Boðberar kristninnar hafa á öllum tímum bent á mikilvægi kyrrðar­ innar, mikilvægi þess að draga sig um stund í hlé frá áreiti um­ hverfisins. Margir sakna kyrrðar og jafnvel þagnar á þessum tíma frammi fyrir öllum þeim hávaða sem umlykur fólk í flóði aug­ lýsinga fyrir jólahátíðina. Við eigum ekki að vanmeta mikilvægi kyrrðarinnar í aðdraganda jóla. Hugleiðum vel í hverju jóla­ undirbúningur okkar ætti helst að vera fólginn. Upplagt er nú á aðventunni að hugleiða gildi hinn­ ar kristnu trúar, hver sé boðskapur jólanna og hver sé kjarni hinnar kristnu trúar og kristins siðar, sem hefur fylgt þjóðinni í meira en þúsund ár. „Allt það sem er æskilegt fyrir velferð mannsins.“ Gleðileg jól. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Allt það sem er æskilegt fyrir velferð mannsins Birgir Þórarinsson. Varúð! – Afturför í tryggingarvernd Nú um áramótin taka gildi ný lög um ökutækjatryggingar. Þar er afnumin sú skylda eigenda tor­ færutækja, snjósleða, fjórhjóla og torfærumótorhjóla að tryggja ökumenn tækjanna sérstaklega. Sú skylda hefur verið við lýði síðan árið 1988 og voru helstu rök fyrir þeirri skyldu þau að hættueig­ inleikar allra vélknúinna ökutækja væru svo miklir að eðlilegt væri að slysatryggingar ökumanna þeirra væru lögbundnar og bótagreiðslur færu eftir reglum skaðabótalaga. Þessi hætta hefur ekki minnkað, hún hefur jafnvel aukist með kraftmeiri tækjum og verður ekki séð hvað kall­ ar á breytingu varðandi þessi tilteknu tæki. Þá vaknar einnig spurningin, til hagsbóta fyrir hvern er þessi breyting? Þessi breyting um áramót kann að láta lítið yfir sér, en felur í sér verulega afturför frá því sem nú ­ gildandi lög áskilja. Hún þýðir að frá og með áramótum eru ökumenn snjósleða, fjórhjóla og torfærumót­ orhjóla ótryggðir með öllu lendi þeir í slysi við notkun tækjanna. Hún þýðir einnig að allir sem leigja sér vélsleðaferð eða fjórhjólaferð eru ótryggðir sem ökumenn á tækjun­ um verði þeir fyrir slysi. Þetta gildir einnig um bændur, veiðimenn, hjálp­ arsveitarmenn og aðra sem nota t. d. fjórhjól eða vélsleða. Þetta þýðir á mannamáli að tekju­ tap vegna óvinnufærni, útlagður kostnaður vegna læknismeðferða og varanlegar afleiðingar slyssins fást ekki bættar. Tryggingafélögin Þrátt fyrir að þessi lagbreyting sé vond og illskiljanleg þá er senni­ lega öllu verri sú ákvörðun flestra tryggingafélaganna að ákveða að hætta að selja eigendum þessara tækja slysatryggingu ökumanns og eiganda frá og með næstu áramótum. Þetta þýðir einfaldlega að eigandi fjórhjóls eða vélsleða getur ekki keypt þá tryggingu sem áður var lögbundin, þrátt fyrir að hann óski eftir því og sé tilbúinn að greiða fyrir það iðgjald. Ég hvet því eigendur torfærutækja til að kanna hvern­ ig þessu verður háttað hjá þeirra tryggingafélagi. Þessi ákvörðun flestra trygginga­ félaganna er vægast sagt sérkennileg því að þó svo að með lögunum sé felld niður skylda til að kaupa þessa tryggingu þá banna þau trygginga­ félögunum ekki á nokkurn hátt að halda áfram að selja hana þeim sem vilja kaupa hana og greiða fyrir. Ég hélt í einfeldni minni að rekstur tryggingafélaga gengi út á að selja tryggingar, þeim sem vilja kaupa þær. Flest tryggingafélögin benda nú hins vegar viðskiptavinum sínum á að þeir geti keypt sér almenna slysa­ tryggingu sem er allt önnur vernd og lakari en slysatrygging ökumanns og eiganda var áður. Með öðrum orðum þá er þessi lagabreyting og ákvörðun flestra tryggingafélaganna í kjölfarið mikil afturför frá því sem hefur verið um áratuga skeið í slysatryggingavernd til handa þeim sem eiga og nota tor­ færutæki. Óðinn Elísson lögmaður hjá Fulltingi Óðinn Elísson. óskar lesendum sínum um allan heim gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með kæru þakkæti fyrir samskiptin á árinu sem er að líða 9. janúar 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.