Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Page 3
/ •• /
Asgerður Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri OBI:
EN SAMT KEMUR
SUMARIÐ
“Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg?”
■ Xið héldum það. Ég minnist
1/ þess að á fyrstu árum mínum
V í þessum málaflokki heyrði
ég oft þessa setningu: “Ég vil ekki
vera að sækja neina ölmusu til ríkis-
ins”. Þar var átt við lífeyri almanna-
trygginga - örorkubætur - sem þá voru
kallaðar. Það tók langan tíma að koma
því inn hjá mörgum að þetta væri ekki
ölmusa heldur skýlaus réttur viðkom-
andi. Ef þú varst þannig í stakk búinn
að geta ekki af heilsufarsástæðum séð
þér farborða með vinnu áttirðu rétt á
lífeyri frá ríkinu. Það kostaði að sjálf-
sögðu læknisferðir og allskonar skrif-
finnsku en þetta var og er réttur, sem
viðkomandi á samkvæmt landslögum.
Nú í seinni tíð fer maður að hugsa
með sér: Berst orðið einhver
ölmusufnykur með velferðarblæn-
um? Erum við aftur að komast á það
stig að verið sé að skammta fólki skít
úr hnefa? A að gera lítið úr mann-
eskjunni og láta fólk hætta að geta
tekið við lífeyri sínum með reisn? Eig-
um við að þurfa að fara einhvern bón-
arveg að yfirvöldum til þess að fá
jafnsjálfsagðan hlut að hægt sé að lifa
þokkalegu lífi af örorkulífeyrinum?
Gremjan á sér engin takmörk þegar
maður fer að hugsa á þennan veg.
Afhverju á alltaf að skera niður hjá
þessum hópi? Afhverju dettur yfir-
völdum aldrei neitt annað í hug en
niðurskurður á þessum vettvangi. A
ég að segja ykkur afhverju? Þessi
hópur liggur nefnilega svo vel við
höggi. Það er bannað að lækka laun
fólks en með lagabreytingum og síð-
ast en ekki síst afturköllun heimilda í
lögum er hægt að klípa af þessum
lífeyri - lækka hann og minnka á allan
hátt þangað til þetta fólk er orðið fá-
tækt fólk. Er það þetta sem yfirvöld,
sem ætla að halda velferðarkerfinu
gangandi vilja?
Ásgerður
Ingimarsdóttir.
Við höfum stært okkur af því
íslendingar að velferð okkar sé
mikil. Vorum við ekki afskaplega
hamingjusöm þjóð samkvæmt skoð-
anakönnunum fyrir nokkrum árum?
En er ekki hamingja okkar einmitt
fólgin í að láta öllum líða vel og hugsa
um þá sem minna mega sín. En þeir
mega sín minna af því heilsan hefur
bilað. Það gefur sér enginn heilsuna
sjálfur. Það ætlar sér enginn að missa
heilsuna á besta aldri eða lenda í
slysum. Það er hægt að segja að það
sé hver sinnar gæfu smiður og hafi
hamingjuna í hendi sér. Það er alveg
rétt. En ófyrirséðir hlutir geta alltaf
gerst eins og heilsubrestur og slysfarir.
Við skulum ekki gleyma því. Það hafa
svo margir góðir hlutir gerst í mála-
flokki fatlaðra á undanförnum árum.
Viðhorfið er svo allt annað en var hér
áður fyrr. Þessvegna má ekki koma
afturkippur í þetta góðæri. Þessvegna
verðum við að berjast fyrir því að
halda því sem áunnist hefur.
Ekki er nú hægt að segja að það
sé upplífgandi á vinnustað að
þurfa endalaust að vera að mótmæla í
ræðu og riti. Það er varla friður til þess
að vinna neitt annað og maður vill
ekki alltaf vera með eitthvert svarta-
gallsraus. En kannski hefur líka skort
á að upplýsa þá sem með fjármálin
fara í landinu um ýmislegt í málefnum
fatlaðra. Það sagði einhver að alþing-
ismenn þyrftu að fá einhver námskeið,
sem upplýstu þá betur t.d. í lífeyris-
málum öryrkja. Þetta er mikill frum-
skógur að brjótast í gegnum og
kannski ekki von að allir viti hvað er
uppbót og sérstök uppbót. En þetta eru
þær bætur, sem er heimild fyrir en eru
ekki beint festar í lögum sem skyldu-
bætur. Og þetta er sá hluti örorkulíf-
eyrisins, sem hægt er að hringla með
út og suður. En það er rnesta furða
hvað þeir sem vinna við þessi mál
hafa þó getað greitt úr þessum tlækj-
um og komist að kjarna málsins til
þess að reyna af veikum mætti að
koma í veg fyrir að allar þessar heim-
ildarbætur hverfi. Við höfum fullan
skilning á sparnaði. Enginn þekkir
það betur en þessi hópur hvað það er
að spara. Mér dettur í hug skrýtlan um
prestinn sem vandaði um við sóknar-
böm sín hvað þau væru að hlaða niður
börnum, sem þau vissu svo ekki
hvemig þau ætluðu að fæða og klæða.
Bóndinn sagði: “Stendur ekki í bibl-
íunni, verið frjósöm og uppfyllið jörð-
ina?”, en presturinn svaraði: “En það
stendur hvergi að þið eigið að gera það
ein!”
Það er mergurinn málsins. Öryrkj-
ar og ellilífeyrisþegar ætla ekki
að bera hita og þunga dagsins einir.
Þeir eru einungis hluti af þessari þjóð,
sem eftir því sem sagt er hefur lifað
um efni fram. En þetta fólk hefur ekki
lifað um efni fram. Vegna þess að það
hefur engin efni og ef það hefur nú
getað nurlað einhverju saman verða
sjálfsagt ráð með að ná því af þeim
aftur! Þetta eru stór orð og ljótur og
leiðinlegur leiðari. Ég vona að næst
þegar ég skrifa leiðara geti ég haft
hann aðeins á léttari nótunum. En
sumarið er nú samt komið og því
léttist lund og sporið og vonandi ljóma
nýir og betri dagar í málaflokknum
okkar svo allt okkar vit þurfi ekki að
fara í mótmælaskrif - ræður og stöður
á næsta hausti.
Ásgerður Ingimarsdóttir.
FRETTABREF ORYRKJABANDALAGSINS
3