Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 8
• • X Jóhannes Albert Sævarsson, lögfr. OBI: Lögfræðiþjónusta ÖBÍ í dag Lögfræðiþjónusta Öryrkjabanda- lags íslands er opin fyrir há- degi á miðvikudögum frá kl. 09.00 - 12.00 að Hátúni 10. Fyrirkomulag starfseminnar er þannig að skjólstæð- ingum ÖBÍ gefst kostur á að panta viðtalstíma við lögfræðing í gegnum skrifstofu ÖBÍ. Á síðast liðnu starfsári lögfræðiþjónustu ÖBÍ voru veitt 182 viðtöl og til loka apríl 1996 hefur verið leitað í 82 skipti til lögfræði- þjónustunnar. Stundum er hér um að ræða sömu einstaklingana sem fá ekki mál sín afgreidd í einu viðtali ef afla þarf frekari gagna eða senda út fyrir- spurnir vegna málsins. Auk þess er fjöldi mála skjólstæðinga ÖBÍ leystur símleiðis í mánuði hverjunr. Málefnin sem ber á góma eru margvísleg og þykir ástæða til að tæpa á helstu málaflokkum. 1. Tryggingastofnun og tryggingaráð: Fyrst er til að nefna málefni er lúta að ýmsum afgreiðslum Trygginga- stofnunarríkisins. Lögfræðiþjónustan hefur aðstoðað við öflun gagna vegna kæra til tryggingaráðs. Þá hefur verið leitað fordæma í fyrri afgreiðslum TR í sambærilegum málum til hliðsjónar. Hafi tryggingaráð í úrskurðum sínum staðfest hina kærðu afgreiðslu TR þrátt fyrir að talið væri að fordæmi leiddi til annarrar niðurstöðu hefur úrskurðum ráðsins verið skotið til Umboðsmanns Alþingis með rök- stuðningi. Umboðsmaður hefur því næst krafið skýringa á hinni breyttu afstöðu og eru dæmi þess að slíkar fyrirspumir umboðsmanns hafi leitt til breytinga á afgreiðslu TR. Einnig koma margir vegna vanþekkingar á réttindum skv. lögum um almanna- tryggingar nr. 117/1993 og lögum um félagslega þjónustu nr. 118/1993. 2. Skattamál: Annar fyrirferðarmikill málaflokk- ur era skattamál. Hann er þó að mestu bundinn við lok skilafrests framtala í febrúar og haustmánuði þegar við- bótarálagning gjalda fer fram. Reynt er eftir fremsta megni að bæta úr hafi Jóhannes Albert Sævarsson. nauðsynleg gögn vantað með fram- tölum í upphaft. Einnig hefur verið aðstoðað við umsóknir til lækkunar á skattstofnum skv. heimildarákvæðum skattalaga nr. 75/1981 og um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars skv. heimildarákvæðum laga um tekju- stofna sveitarfélaga nr. 4/1995. 3. Hjúskaparmál: Nokkrir skjólstæðingar ÖBÍ hafa komið til að leita ráða vegna fyrir- hugaðra hjónaskilnaða eða sambúðar- slita. Deilurnar hafa aðallega snúist um skiptingu eigna og skulda, en einnig um forsjá með ungum börnum. Ráðgjöfin hefur fyrst í stað verið fólg- in í að gera fólki grein fyrir réttarstöðu hjóna við hjúskaparslit og leiðbeina fólki um hvers beri að gæta við skiln- aðaruppgjör. 4. Bótamál: Allnokkuð hefur verið um að skjól- stæðingar ÖBI komi til að kanna bótarétt sinn vegna áverka er þeir hafa hlotið í umferðar- eða vinnuslysum. Eins hefur réttur einstaklinga vegna meintra mistaka lækna við ýmiss konar aðgerðir á sjúkrahúsum verið kannaður nánar með fyrirspurnum til landlæknis og sérfræðinga á viðkom- andi sviði. Hér er um vaxandi mála- flokka að ræða sem sinna þarf af nær- gætni og samviskusemi. 5. Húsnæðismálefni: Hússjóður Öryrkjabandalags Islands leigir út ti 1 skjólstæðinga sinna fjölda eigna. I nokkrum tilvikum hefur skilvísi húsaleigugreiðslna verið ábótavant. Lögfræðiþjónustan hefur í þeim tilvikum reynt að fá leigjendur til að leysa uppsafnaðan vanda með samningum og boðið upp á að húsa- leigan og skuldin verði greidd í gegn- um þjónustufulltrúa banka eða spari- sjóða. Þannig hafa leigjendur getað haldið leigunni í skilum og á sama tíma greitt niður eldri vanskil án þess að of nærri þeim hafi verið gengið. 6. Gjafsókn: Inn á borð lögfræðiþjónustu ÖBÍ berst margþættur ágreiningur skjól- stæðinga ÖBÍ við opinbera aðila og einstaklinga og í mörgum tilvikum þykir sýnt að skjólstæðingar ÖBI eigi rétt eða á þeim hafi verið brotinn réttur. Fæstir skjólstæðinga ÖBÍ hafa fjárhagslegt bolmagn til að fylgja eftir meintum rétti með málshöfðun. Lög- fræðiaðstoð ÖBÍ hefur því í nokkrum málum sent umsóknir til gjafsóknar- nefndar og farið fram á að skjólstæð- ingum ÖBÍ verði veitt gjafsókn til höfðunar einkamála á grundvelli fyrir- liggjandi réttarstöðu. Gjafsókn verður aðeins veitt ef málstaður umsækjanda gefur nægilegt tilefni til málshöfðunar eða málsvarnar og að nánari skilyrð- um fullnægðum sbr. 126. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Hér eru eðli málsins samkvæmt gerðar nokkrar kröfur til umsækjenda og málefna. Það sem ræður mestu um veitingu gjafsóknar er hvort með hliðsjón af efnahag umsækjanda megi telja að honum verði fyrirsjáanlega ofviða að gæta hagsmuna sinna í máli. Þá er höfð hliðsjón af eignum og tekj- um maka eða sambýlismanns. Hags- munir umsækjanda mega ekki vera lítilfjörlegir nema ef vera kynni að úrlausn málsins hefði almenna þýð- ingu eða varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda. 7, Ymis mál: Fyrir utan þá höfuðmálaflokka sem raktir hafa verið hér að framan hafa komið inn á borð lögfræðiþjónustu ÖBI málefni sem segja má að spanni yfir flest réttarsvið. Svo stiklað verði 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.