Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 15
blóma lífsins. Auðvitað þurfum við að
hlúa að yngra fólkinu okkar þegar það
er búið að mennta sig, en það má ekki
að vera á kostnað þeirra eldri sem er
búið að öðlast mikla reynslu í gegnum
langan starfsferil. Það á alltaf að ráða
hæfasta fólkið, burtséð frá aldri.”
“Það vildi svo skemmtilega til að
tíu ára afmæli Félags eldri borgara bar
einmitt upp á minn afmælisdag. Við
höfðum skemmtidagskrá í eina viku í
tilefni af tíu ára afmælinu 9.-15. mars,
en afmælisdagurinn minn 12. mars
frestaðisttil 16. mars. Afmælisveislan
var haldin í Dagvist Sjálfsbjargar, með
ríflega 100 gestum. Ég var mjög
ánægð sjálf og vona að gestirnir hafi
líka verið ánægðir.
Ég fékk margar fallegar gjafir sem
glöddu mig mjög. Táknrænasta gjöfin
var verk eftir Sigrúnu Gunnarsdóttur
“Vangaveltur” sem var gert í tilefni
af byggingu Hæstaréttar. I verkinu
er mörgæs að þumlungast upp ská-
braut, gengur hægt en gengur þó - sem
er eilítið táknrænt fyrir Sjálfsbjargar-
félaga,” segir Guðríður og hlær dátt.
- Hefurðu aldrei verið bitur yfir
erfiðum líkama?
“Aldrei,” segir Guðríður með
áherslu. “Þótt ekki sé auðvelt að vera
hreyfihamlaður, þá táknar það samt
ekki að maður eigi að sökkva sér ofan
í svartsýni. Auðvitað er tilfinningin
fyrir því að vera hreyfihamlaður
beggja blands eins og við þekkjum í
gegnum Sjálfsbjörg. Mér finnst oft
helv... hart að komast ekki það sem
ég vil, það hefur tafið fyrir mér á
lífsleiðinni.”
Með sína ótrúlegu orku og
geysimikla starfsþrek, er ekki
óeðlilegt að sú spuming vakni - hvað
Guðríður hefði gert ef hún hefði ekki
átt við fötlun að stríða?
“Ætli ég hefði ekki bara orðið
OFVIRK,” segir Guðríður og skelli-
hlær.
Guðríður er komin á flug með að
segja aðeins frá sjálfri sér. Teygir sig
í sígarettu og vitnar aftur í landlækni
- sem segir að öryrkjar séu svo veikir
af því að þeir reyki of mikið!
“Orkan liggur í upplaginu,” segir
Guðríður. “Ég er fædd fötluð, hef
alltaf verið þrældugleg að vinna og
læri í uppvextinum að lifa með mína
fötlun.” Guðríður er ættuð frá Hlíðar-
Vangaveltur Sigrúnar Gunnarsdóttur -
táknrænasta afmælisgjöfin hennar
Guðríðar.
enda í Ölfusi og elst upp í
sveitinni í góðu yfirlæti. Hún er
eina systirin og yngsta barnið,
átti fjóra bræður.
“Þetta var stórt heimili,
mikið fjör og gaman. A sumr-
in fylltist húsið af sumarbömum,
frændum og frænkum af möl-
inni.”
Guðríður fékk fyrst spelkur.
þegar hún var fimm ára. Sveitar-
félagið átti að greiða hluta af
þeim og foreldrarnir hluta. “Ég
man ennþá eftir hvað pabbi lenti
í miklum vandræðum með að
borga þær,” segir Guðríður.
“Heimilið var ekki ríkara en það,
að hann þurfti að leggja mikið á
sig til þess að ég fengi þær.”
Skólaganga Guðríðar tengist
mikið fötlun hennar. Hún er í
endurhæfingu hjá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra ’56 - ’57 og
fer þá fyrst í skóla, þegar hún er
tíu ára - Austurbæjarskólann.
Síðar liggur leiðin í Barna- og
unglingaskóla Hveragerðis. “Ég fékk
gott félagslegt uppeldi á skóla-
árunum,” segir Guðríður, “það voru
svo margir um hituna að ég varð að
bjarga mér. Ég varð aldrei fyrir að-
kasti í skólanum, enda var ég mjög
félagslynd og sótti sjálf í félagsskap,
ef ég fékk hann ekki öðruvísi.”
Skólagangan var með hléum vegna
margra aðgerða sem Guðríður
þurfti að gangast undir. “Sú síðasta
var þó hálfgert slys, þess bíð ég aldrei
bætur. Ég var alltaf með bogin hné,
sem átti að laga með skurðaðgerð,
færa taugar niður í fótinn. Aðgerðin
mistókst, en sem betur fer varð hún
til þess, að spastískir hafa ekki þurft
að fara í sambærilegar aðgerðir. Það
versta var, að síðan hef ég aldrei getað
farið á hestbak,” segir Guðríður og
hlær. Svarið er líkt konunni sem er
hvorki að vorkenna sjálfri sér né
kenna öðrum um, þakkar bara fyrir að
aðrir skuli ekki hafa lent í því sama
og hún sjálf.
Tilviljanirnar eru margar í lífinu.
Bróðir Guðríðar ætlar að kvænast ’62
og Guðríður fer með móður sinni í
Guðrúnarbúð til að gera sig fína fyrir
brúðkaupið. “Þar hittum við eigand-
ann, sem spyr hvort ég hafi verið í
endurhæfingu og fer síðan að tala um
Reykjalund. Eitthvað brölluðu þær
saman, hún og mamma, sem verður
til þess að 1963 fæ ég pláss á Reykja-
lundi. Þar er ég í átta mánaða endur-
hæfingu sem styrkti mig mikið.”
Á Reykjalundi kynnist Guðríður
eiginmanni sínum, Viðari Hörgdal
Guðmundssyni. “Hann var slysa-
sjúklingur. Sextán ára steig hann á þak
á súrheysgryfju á Kjalarnesi, féll ofan
í hana og hryggbrotnaði. Síðan hefur
hann verið bundinn í hjólastól. Hann
vann lengi á Borgarspítalanum og hjá
Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. í
samdrætti eru fatlaðir oft fyrsta fólkið
sem verður atvinnulaust. Viðar var
atvinnulaus í marga mánuði og lenti í
sömu erfiðleikum og aðrir sem upplifa
atvinnuleysi. Framkvæmdasjóður
fatlaðra veitti honum styrk til að
kaupa öfluga tölvu. Hún skapar hon-
um atvinnu, en það jafnast samt ekkert
á við félagslega þáttinn - að geta
komist út á meðal fólks.”
Guðríður leggur mikla áherslu á
að hreyfihamlaðir einangrist
ekki, að þeir fari út í þjóðfélagið og
umgangist ófatlaða. “Hvílík angist
getur ekki gripið um sig hjá fólki sem
lendir í því að láta kippa undan sér
fótunum í slysi. Breytingin verður
mikil, en þetta fólk þarf að læra að
það er hægt að skapa sér ánægjulegt
Sjá næstu síðu
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
15