Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Síða 19
en fatlaða, varðar í raun okkur öll.
Rætt var sérstaklega um stöðu
ferlimálafulltrúa hjá ferlinefnd félags-
málaráðuneytis. Sjálfsbjörg legði
ofuráherzlu á að þar yrði ráðinn maður
í fullt starf og hefur sótt fast á fjár-
veitingar í þessu skyni. Guðríður
sagði að á þingi Sjálfsbjargar yrði
vakin verðug athygli á ástandi þessara
mála nú, þar sem enginn væri í starfi
því er Carl Brand gegndi áður, en það
var hálft starf.
Réttindamál hvers konar eðlilega
fyrirferðarmikil, ekki sízt þegar alls
staðar er verið að gæta ítrasta aðhalds,
að ekki sé um beinan niðurskurð talað.
Verkefnagnótt er alla vega ærin og
ástæða til að vera ævinlega vel á verði
og þá varðstöðu annast Sjálfsbjörg
með miklum ágætum.
Góðar móttökur eru vel þakkaðar,
enda alkunna hvílíkur höfðingsskapur
ríkir í ranni Sjálfsbjargar. Alls góðs
er þeim árnað í framtíðarbaráttu fyrir
farsælu lífi félaga sinna.
Sjálfsbjörg er einmitt eitt stofn-
félaga Öryrkjabandalags Islands og
um leið ein styrkasta stoð þess í
áranna rás og formaður bandalagsins
einmitt úr röðum Sjálfsbjargarfélaga,
forystukona þar um áratugi, Ólöf
Ríkarðsdóttir.
H.S.
Hlerað í hornum
Stefán Jónsson, alþingismaður, frétta-
maður og rithöfundur var einstaklega
orðheppinn maður, en gat oft talað af
nokkurri gráglettni um fötlun sína, en
Stefán hafði misst fótinn í slysi. Einu
sinni kom Geir Gunnarsson, þing-
bróðir hans inn þar sem Stefán sat og
sagðist vera að sálast í höfðinu. Þá
sagði Stefán: “Ég veit gott ráð Geir
minn, en ég veit ekki hvort þú getur
notað það. Mér var einu sinni afskap-
lega illt í fætinum og ég lét bara
hreinlega taka hann af’.
Maður einn nyrðra var talinn eiga
vingott við frú eina í sveitinni og ekki
örgrannt um að hann hefði gaman af
að láta á því bera. Einu sinni kont
hann á næsta bæ við þann sem frúin
bjó á og kvaðst vera að koma einmitt
þaðan, og sagði svo: “Þá sjá augu mín
illa ef hún Sigga sé ekki orðin ólétt
fyrir mánuði”.
Aðalsteinn Valdimarsson varaform.
F.h. á Austurlandi:
Endurhæfing eystra
Dagana 3 - 29. mars
síðastliðinn var
haldið við Fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaup-
stað endurhæfingarnám-
skeið fyrir hjarta og
lungnasjúklinga, og var
þetta í annað sinn sem
slíkt námskeið er haldið.
í ágústmánuði síðastliðið
sumar var fyrsta nám-
skeiðið haldið, og tókst
það mjög vel og kom þar
vel í ljós þörfin á því að slík starfsemi
yrði gerð að föstum lið í rekstri
sjúkrahússins. I þessu námskeiði tóku
þátt sjö hjartasjúklingar og tveir
lungnasjúklingar og er óhætt að
fullyrða að um mjög góða framför var
að ræða hjá öllum hópnum. Það er
okkur, sem fengum tækifæri til að taka
þátt í þessu námskeiði mikið ánægjti-
efni að yfirvöld heilsugæslumála skuli
hafa opnað fyrir þann möguleika að
nýta þá aðstöðu sem fyrir hendi er í
hinum ýmsu sjúkrahúsum lands-
byggðarinnar til endurhæfingar. Þörf-
in fyrir þessa starfsemi er mjög brýn
og biðlistar orðnir mjög langir og
munu um eða yfir 500 manns vera á
biðlista á Reykjalundi, og þegar
auglýst var eftir þátttakendum í
námskeiðinu, sem hófst 3. mars
síðastliðinn, sóttu það margir að nægt
hefði til að fylla meira en tvö
námskeið, auk þess voru margir, sem
ekki sóttu um þegar þeir fréttu að
kominn væri biðlisti.
að hlýtur að vera stjórn heilsu-
gæslumála í landinu mikið
Hlerað í hornum
Kaupmaður einn í sjávarþorpi hugðist
glettast við afdalabónda og sagði
honum að fiskgengdin við bryggjuna
væri svo mikil að hann gæti ausið
fiskinum upp í fötu.
Bóndi keypti sér fötu og fór niður á
bryggju, en sá fljótt að kaupmaður
hafði gabbað hann. Hugsaði hann
ánægjuefni á tímum
endurskipulagningar og
sparnaðar að með því að
koma af stað H.L. stöðv-
um út um landið er verið
að nýta þá aðstöðu, sem
þar er fyrir hendi og um
leið létta álagi á þeim
stöðvum, sem fyrir eru og
ekki síst koma þeim, sem
námskeiðin sækja til betri
heilsu, og með því móti
fækka þeim sjúklingum,
sem annars hefðu þörf fyrir lengri og
dýrari meðferð á sjúkrahúsi. A meðan
á námskeiðinu 3,- 29. mars stóð kom
stjóm Félags hjartasjúklinga á Aust-
urlandi saman til fundar á sjúkrahús-
inu í Neskaupstað með Magnúsi
Ásmundssyni yfirlækni sjúkrahússins
og Birni Magnússyni lækni á Reykja-
lundi. Þar var ákveðið í samráði við
læknana að færa sjúkrahúsinu að gjöf
nýtt þrekhjól í endurhæfingarstöðina
og skjá (mónitor) til að tengja við
hjartalínurita en með honum er lækni
gert fært að fylgjast enn betur með
ástandi sjúklings, sem verið er að
rannsaka og fá meiri upplýsingar. Nú
fyrstu vikuna í maí hófst þriðja end-
urhæfingarnámskeiðið og er það
fullskipað. í Félagi hjartasjúklinga á
Austurlandi eru nú yfir 130 félagar,
en auk þeirra á fólk sem þjáist af öðr-
um sjúkdómum kost þessarar endur-
hæfingar, og er það von okkar að sem
flestir geti átt þess kost að nýta sér þá
ágætu aðstöðu sem hér býðst til að
koma sér til betri heilsu og meiri
lífsánægju sem því fylgir.
Aðalsteinn Valdimarsson.
honum þegjandi þörfina. Um haustið
kom bóndi með sláturfé í kaupstað og
bauð kaupmanni lífhrút afar vænan og
vel byggðan, en kaupmaður átti
talsvert af fé. Kaupmaður þáði hrút-
inn að gjöf. Nú leið og beið fram á
fengitíð og kaupmaður notaði hrútinn
góða. En um vorið voru allar þær ær
lamblausar er hrússi hafði. Kom þá í
ljós að hrúturinn væni var sauður.
Aðalsteinn
Valdimarsson.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
19