Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Side 26
VIÐHORF
Júlíus Valsson gigtarlæknir:
Málefni öryrkja eru í ólestri
Lög um almannatryggingar
Tryggingastofnun ríkisins er 60 ára
um þessar mundir. Arið 1903 voru
samþykkt fyrstu lögin um slysatrygg-
ingu sjómanna og árið 1926 voru sett
lög um almennar slysatryggingar
verkamanna á sjó og landi. Fyrsta
heildarlöggjöf um alþýðutryggingar á
Islandi var sett þann 1. febrúar 1936
og sama ár var Tryggingastofnun rík-
isins stofnuð. Við alþýðutryggingum
tóku lög um almannatryggingar árið
1946. Allt fram til ársins 1993 giltu
lög frá 1971. Nálægt eitt hundrað
breytingar hafa verið gerðar á al-
mannatryggingalöggjöfinni frá 1971.
Margar nefndir hafa starfað á undan-
förnum árum og miklu púðri hefur
verið eytt í að breyta lögunum og
endurbætaþau. Segja má að lögin séu
orðin stagbætt og úrelt. Núhefurenn
ein nefndin verið stofnuð af heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
sem hefur það verkefni að endurskoða
lögin. Litlar líkur eru á, að sú nefnd
skili einhverjum árangri fremur en
þær fyrri.
Engin heildarsýn, engin
stefnumörkun
Laga- og reglugerðabreytingar
varðandi almannatryggingar eru því
miður oft handahófskenndar og háðar
duttlungum ráðamanna, sem virðast
freistast til að slá sig til riddara með
ákvörðunum, sem þeir álíta að falli í
góðan jarðveg hjá kjósendum I dag
er vinsælt að skera niður og “spara”.
A morgun verður því ef til vill öfugt
farið. Of sjaldan virðast hagsmunir
hinna sjúkratryggðu og öryrkja vera í
fyrirrúmi. Lífeyriskerfið er orðið það
flókið, að stjórnmálamennimir skilja
það ekki lengur sjálfir! Engin þver-
pólitísk stefnumörkun er til í þessum
málum. Almannatryggingalögin eru
orðin einn hrærigrautur. Reglugerðir
eru misvísandi og vantar jafnvel
lagastoð. Hér er mikið og þarft verk
að vinna. Lögin þarf að einfalda og
markmið þurfa að vera skýr.
Júlíus Valsson.
Tilgangur almannatrygginga
Frá upphafi hefur tilgangur
almannatryggingakerfisins verið að
hjálpa þeim, sem ekki geta hjálpað sér
sjálfum vegna veikinda, fötlunar eða
ellihrumleika. Lífeyrir er hugsaður
sem bætur fyrir tekjutap, sem menn
verða fyrir þegar vinnuþrek þeirra
tapast vegna elli, örorku eða dauða.
Það er þó grundvallarregla allra trygg-
inga, að bætur séu aldrei hærri en sem
nemur því tjóni, sem hinn tryggði
verður fyrir. Einnig er mjög mikil-
vægt, að bætur almannatrygginga séu
nægjanlega háar til þess að tryggja
lífsviðurværi lífeyrisþeganna. í dag
eru gerðar aðrar og meiri kröfur til
lífsgæða en fyrir sextíu árum. Það
breytir þó ekki grundvallartilgangi
almannatrygginganna. Hér á landi er
lífeyriskerfið þríþætt. í fyrsta lagi er
almannatryggingakerfi, í öðru lagi
lífeyrissjóðir og í þriðja lagi almennur
frjáls sparnaður. I umræðu um lífeyr-
ismál er þessum þremur þáttum oft
ruglað saman. Lífeyrissjóðakerfið
byggir á traustum homsteinum, sem
eru: skylduaðild, sjóðsöfnun og sam-
trygging sjóðfélaga.
✓
IBandaríkjunum og Ástralíu eru
almannatryggingar einungis fyrir
þá, sem hafa lágar eða engar tekjur.
Þorri almennings er tryggður á eigin
kostnað eða á vegum atvinnurekanda.
Margir falla utan kerfisins þar sem
þeir hafa ekki efni á tryggingu, sér-
staklega í Bandaríkjunum. I Mið-
Evrópu eru almannatryggingar að
miklu leyti háðar atvinnuþátttöku og
atvinnurekendur spila þar stærra hlut-
verk en víðast hvar á Norðurlöndum
þar sem það hefur verið grundvallar-
atriði, að allir væru tryggðir. Á Islandi
fer mun lægra hlutfall þjóðarfram-
leiðslu til almannatrygginga en á hin-
um Norðurlöndunum og t.d. í Þýska-
landi. Stór hluti íslenska almanna-
tryggingakerfisins er fjármagnaður af
atvinnurekendum og launþegum líkt
og gerist víða í Mið-Evrópu. Norræna
velferðarkerfið er byggt upp í sam-
vinnu ríkis, vinnuveitenda og laun-
þega. Við sameiningu Evrópu er lík-
legt að Norðurlöndin færist nær
atvinnuvelferðarkerfi að þýskri fyrir-
mynd. Hætt er þá við, að launamunur
komi til með að aukast og vinnan
verði ótryggari. Eftirspurn eftir bót-
um almannatrygginga og félagslegri
aðstoð hefur aukist til muna hér á
landi á undanförnum árum. Ein
ástæðan er aukið atvinnuleysi og sam-
dráttur í efnahagslífinu. Þetta eykur
aftur útgjöld ríkis og sveitarfélaga.
Leita þarf nýrra leiða til að jafna rétt
þeirra sem minna mega sín vegna
veikinda, fötlunar eða elli.
Nokkrar tillögur
um endurbætur
Olíklegt er, að á næstunni náist hér
á landi þverpólitísk samstaða um
stefnumörkun í almannatrygginga- og
heilbrigðismálum. Þessir málaflokkar
eru af eðlilegum ástæðum mjög sam-
tvinnaðir. Ymislegt er þó hægt að gera
tileinföldunaroghagræðis. Hækkun
einstakra bótaflokka þarf ekki að leiða
til hærri heildarkostnaðar. Hér verða
einungis tilgreind nokkur atriði, sem
að mati undirritaðs þyrfti að lagfæra:
* Menn þurfa fyrst að endurskoða hug
sinn áður en þeir endurskoða lögin.
Hvað vilja menn tryggja og hvem-
ig? Skilgreina þarf upp á nýtt
26