Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Síða 29
Gátuvísur
Magnúsar Jónssonar
Hér kemur, því miður, síðasti skammtur hinna
sívinsælu gátuvísna Magnúsar Jónssonar
bókavarðar í Hafnarfirði, en gátuvísur hans hafa á
liðnum árum glatt hjörtu lesenda okkar,
skemmtilegar og allsnúnar margar hverjar. Að þessu
sinni er fyrri helmingur vísnanna á sama veg, þ.e.
lesa skal eitt orð út úr hverri línu, það sama í öllum
línum vísunnar og þær koma hér:
1. Fer af gömlu sári seint,
sézt ég fremst í orðum,
lundarfarið get ég greint,
Gunnar skaut mér forðum.
2. í hvorugkyni vigtun við - það vel skal grunda,
henni á mun húsið standa,
hún mun líka fiski granda.
6. Hér einn gest að garði..
greitt án frests á dyr hann.....
klæddur bezt, en hvergi......
klyf af nesti á herðum.......
7. Mér á fund við mann ég......
mér við orð hans nokkuð.........
hann mér um það hiklaust........
að hefði ég dökka, ljóta.....
8. Fór ég hátt á fjallsins.
fögur lýsti dagsins......
létt og hátt ég lyfti....
leitaði og fann hann.....
En hér verður aftasta orðið ekki eins, heldur
“missist” einn stafur framan af því í hverri línu
3. Vagnatrossa ytra er - það ei við löstum —
myndaðist hún hér af hestum,
hún er og í skipum flestum.
4. Klettur hár og hafnfirzkt blaðið hægrisinnað,
byggt sé timburhúsið hannað,
hann þá notast meir en annað.
5. Stjörnumerki hátt á himni - hér þú lítur,
fágætt mannsnafn fundið getur,
farartæki sumar og vetur.
En lokin á þessu verða svolítið öðruvísi. Hér vantar
sem sé sama einsatkvæðisorðið aftast í hverja línu:
9. Oft til sjós þeir strengina.
stofuklukku upp þarf að......
hinum megin í húsi er........
hvílir þar á næturnar...
og að lokum þessi þar sem líka er tekinn einn og
einn stafur framanaf og smekksatriði er hvort að
þetta orð er haft með greini:
10. Löngum gleymast lyklar í....
launin margra skerðast á .....
dinglar skreið unz dettur af..
dýr er veiðiréttur í....
Ráðningar á bls. 39
Hlerað
í hornum
Það var á dögum ástandsins. Mið-
aldra barnlaus hjón bjuggu í Keflavík
og þegar bóndinn fór til síldveiða
norður kom vinkonan í heimsókn rétt
til að hressa upp á hina því nú væri
hún svo einmana. Þá gall við í kon-
unni: “Einmana, hvað segirðu, er
hann Fred farinn?”
**
Stúlka austan fjalls kenndi virðu-
legum bónda um barn, sem hann
þverneitaði fyrir, enda sagðist hann
aldrei hafa séð stúlkuna. Hún hélt því
nú statt og stöðugt fram, enda sagði
hún að barnið hefði komið undir á
hestamannamóti og nafn mannsins
blasað við sér letrað skýrum stöfum á
hún svipunnar hans, sem hann hefði
stungið niður í reiðstígvélið sitt.
Þegar hér var komið spratt bóndi á
fætur: “Já, svo þetta hefur verið kvik-
indið hann Kalli sem ég lánaði svip-
una mína á hestamannamótið í fyrra”.
Fisksali lá þungt haldinn á spítala og
eftir rannsókn sagði yfirlæknirinn að
hann þyrfti að skera í lifrina. Þá sagði
fisksalinn ákveðinn: “Takið þér bara
lifrina, læknir, og hrognin líka”.
Maður einn var að lýsa konu einni:
“Þegar maður horfir á hnakkann á
henni, sér maður bæði munnvikin í
einu”.
Læknaneminn kom á Landsbóka-
safnið og spurði bókavörðinn hvort
hann ætti ekki einhverja bók um
beinagrind mannsins. Bókavörðurinn
kom með gamla bók hér um, en
neminn spurði hvort hann ætti ekki
neina nýrri, þessi væri hálfrar aldar
gömul.
Þá sagði bókavörðurinn með hægð:
“Ég veit nú ekki til að neinum beinum
hafi verið bætt í manninn frá því þessi
var gefin út”.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
29