Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Qupperneq 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Qupperneq 49
Helga Finnsdóttir: I Bjarkahlíð ✓ Istórum skógi við Bústaðaveg í Reykjavík stendur stórt og fallegt hús sem heitir Bjarkahlíð. A haust- dögum 1973 hafði það komist í eigu Reykjavíkurborgar. Nokkur fjölfötl- uð böm höfðu veturinn áður fengið umönnun og þjálfun í Reykjadal í Mosfellssveit en áttu þennan vetur í engin hús að venda. Foreldrar fleiri fjölfatlaðra bama leituðu lausna fyrir sín börn. Því var það að þessa haust- daga gerðust þessir foreldrar og börn þeirra hústökufólk. Þessi foreldra- hópur var dyggilega studdur af Þor- steini Sigurðssyni, þá sérkennslufull- trúa ríkisins, og Sævari Halldórssyni, bamalækni. Húsið Bjarkahlíð bauð upp á ýmsa möguleika. Þegar inn var komið fæddust hugmyndimar hver af annarri og þær héldust í hendur við fram- kvæmdir. Brátt fylltist húsið af börn- um, góðu fólki og góðum ásetningi. Þarna voru margar vistarverur og þama mátti kenna, þjálfa og leika sér. Þroskaþjálfar fengust til starfa og forstöðukona var Katrín Guðmunds- dóttir. Anna Þórarinsdóttir, sjúkra- þjálfari hreiðraði um sig í kjallaranum og vann þar hina ótrúlegustu sigra við erfiðar aðstæður. Sævar Halldórsson og Haukur Þórðarson, læknar, ásamt Þorsteini Sigurðssyni, sérkennara, og Maríu Kjeld, talkennara, aðstoðuðu við greiningu á ástandi barnanna, þjálfun þeirra og kennslu. Fleiri komu við sögu. Eva Júlíusdóttir, sálfræð- ingur, athugaði nokkur börn, Sigríður Bjömsdóttir, myndþjálfi kom í nokkur skipti og ekki má gleyma öllum þeim sem gáfu leikföng, áhöld og annað nauðsynlegt. Allt þetta fólk vann mikið og þrotlaust starf. Fyrstu þrjá mánuðina var skólinn rekinn á kostnað foreldranna sem höfðu stofnað með sér félag. Foreldrar fatlaðra bama höfðu litla aðstoð eða leiðbeiningar fengið. Hver gat sagt þeim hvað var að börn- um þeirra, hvað hægt var að gera fyrir þauoghvernigáttiaðgeraþað. Ljóst var að margvíslegar fatlanir kölluðu Helga Finnsdóttir. á margbreytilegar úrlausnir og ekki á færi foreldranna að leita uppi allt úrlausnarfólk og hvert átti fólkið svo sem að vísa. Hver átti að móta með- ferðaráætlun og sjá um að hún yrði framkvæmd ? Bömin sem byrjuðu í skólanum voru sex og þeim fjölgaði brátt en hvað um öll önnur fötluð böm? Jú, foreldrar þeirra gátu komið með þau í Bjarkahlíð og fengið nauð- synlegar leiðbeiningar. Þama starfaði saman hópur fólks sem gat aðstoðað, gat greint hvað var að og hvað þurfti að gera. Það lá því beinast við að kalla þetta greiningarstöð auk þess sem þetta var skóli fyrir fjölfötluð böm. Bömin þurftu að dvelja þama um tíma til þess að hægt væri að greina þau og mörg þeirra áttu heima utan Reykjavíkur. En í Bjarkahlíð voru margar vistarvemr. Við gátum því haft þarna gistiheimili á sama stað. Foreldrarnir og böm þeirra gátu einn- ig gist þama ef þau komu í bæinn ann- arra erinda vegna bamanna en læknis- ferðir voru tíðar. Við vissum sjálf að það var ekkert grín að búa með fatlað bam á annarra manna heimilum og það var líka kostnaðarsamt að sækja alla þjónustu í þessum efnum til Reykjavíkur. Fyrstu mæðumar komu til dvalar með börn sín frá Selfossi og Stykkishólmi. s IBjarkahlíð var því komið á fót skóla, greiningarstöð og gistiheim- ili. En hvað með bömin sem höfðu verið greind og voru ekki í skólanum. Þau höfðu ekki aðgang að leikföngum og tækjum sem börnin í skólanum höfðu. Því ekki að lána út þroskaleik- föng til lengri og skemmri tíma. Fyrsti vísirinn að leikfangasafni (lekoteki) varð einnig til. Þetta var lítill snjóbolti en hann hlóð utan á sig og er nú orðinn heljar- stór. Það er gaman að hafa verið með í leiknum þegar byrjað var að hnoða hann og við sem áttum þátt í því efuð- umst aldrei um að hann yrði stór. Að ári liðnu urðum við að rýma Bjarka- hlíð og skólinn fluttist í Kjarvalshús. Þar stækkaði greiningarstöðin og leikfangasafnið en gistiheimilið flutti í annað húsnæði á vegum foreldra- félagsins. Fyrst var í Kjarvalshúsi forstöðukona Rannveig Löve, kenn- ari, en síðan Anna Hermannsdóttir, fóstra. Fleiri sérfræðingar bættust í hópinn svo sem Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, Ingibjörg Símonar- dóttir og Sylvia Guðmundsdóttir, talkennarar, sálfræðingarnir Grétar Marinósson og Tryggvi Sigurðsson, sérkennarar og þroskaþjálfar. Nú eru 23 ár liðin frá því að við skoðuðum fallega húsið í skóg- inum. Þetta var lifandi hús, viði klætt að innan og óvenjulega haganlega og vistlega innréttað. Einhvern veginn var þetta hús heimur út af fyrir sig og öðru vísi en önnur hús í Reykjavík. Þarna skutu hugmyndir frjóöngum eins og gróðurinn í skóginum. Þetta voru hugmyndir sem hafa vaxið, dafn- að og laufgast eins og bjarkirnar í Bjarkahlíð. ÍBjarkahlíðvarandrúms- loft bjartsýni, jákvæðni, umhyggju og alúðar sem þarf til þess að hlúa að öllum gróðri. Þeir sem húsið reistu í upphafi höfðu ræktað upp skóginn og hlúð að hveijum vaxtarsprota. Kraftur þeirra, sem þarna sást í öllum um- merkjum, fylgdi okkur. Það er kannski engin tilviljun að merki samtakanna Þroskahjálpar er eins og það er; gildur og laufgaður trjástofn. Helga Finnsdóttir Höfundur var lengi formaður Foreldrafélags barna með sérþarfir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.