Fjölrit RALA - 10.05.1992, Qupperneq 10
BÚFJÁRDEILD
MEÐALÞYNGD, G
dH JANÚAR 1991 ■■ OKTOBER SSS JANOAR 1992
I I MEÐALÞYNGD % KYNÞROSK!
1. mynd. Meðalþyngd 15bleikjustofna í janúar og október 2. mynd. Kynþroski bleikjustofna og meðalþyngd þeirra í
1991 og janúar 1992. janúar 1992.
inu geti orðið uppistaða í fyrstu kyn-
slóð í kynbótum á bleikju. Verkefninu
lýkur snemma árs 1993.
Rannsóknasjóður Rannsóknaráðs rík-
isins og Framleiðnisjóður hafa styrkt
verkefnið sem er samvinnuverkefni
Rala, Hólalax, Búnaðarfélags íslands,
Veiðimálastofnunar og bleikjunefndar
Rannsóknaráðs ríkisins.
Emma Eyþórsdóttir og
Þuríður Pétursdóttir
Samanburður á vexti bleikju
við mismunandi hitastig
Markmið verkefnisins er að bera sam-
an vöxtogstærðardreifinguhjábleikju-
hópum sem aldir eru við mismunandi
hitastig. Talið er að bleikja vaxi vel
við mun Iægra hitastig en nauðsynlegt
er fyrir aðrar laxfiskategundir. Heita
vatnið er dýrt og því getur arðsemi
eldisins grundvallast á vaxtarhraða við
náttúrleg skilyrði.
í lokjúlí 1991 voru valdir 600 fiskar á
bilinu 130-200 g úr því sem eftir var af
stofnaverkefninu (blanda af mismun-
andi stofnum). Síðan hefur fiskurinn
verið alinn við mismunandi hitastig:
4, 6, 8, 10, 12 og 14°C. Allir fiskarnir
eru vigtaðir og lengdarmældir einu sinni
í mánuði.
Bráðabirgðaniðurstöður sýna að
vöxtur er bestur við 12°C en 10 og 8°
fylgja fast á eftir (3. mynd). Við 14°
vex bleikjan hins vegar mjög illa. Ráð-
gert er að verkefninu ljúki í maí 1992
en þá ætti fiskurinn að hafa náð mark-
aðsstærð. Framleiðnisjóður hefur
styrkt verkefnið.
Þuríður Pétursdóttir
Stytt œttliðabil hjá laxi
Markmiðið með verkefninu er að
kanna hvort stytta megi ættliðabil í
laxakynbótum úr fjórum árum í tvö ár.
Með styttingu ættliðabils má stórauka
erfðaframfarir í kynbótum. Framfarir
verða tvöfalt meiri ef ættliðabil styttist
úr fjórum árum í tvö.
Efniviður var fenginn úr samanburð-
artilraun á laxastofnum. Annars vegar
var valinn fiskur, sem varð kynþroska
eftir eitt ár í sjó ásamt óvöldum saman-
burðarhópi, og hins vegar fiskur sem
varð kynþroska eftir tvö ár í sjó ásamt
óvöldum samanburðarhópi.
Tilgangurinn með því að nota fisk úr
báðum kynþroskahópunum var að
prófa tvenns konar úrval. Annars vegar
einstaklingsúrval eingöngu fyrir vexti á
bráðþroska fiski til geldingar og hins
vegar fjölskylduúrval þar sem valið er
fyrir hröðum vexti og gegn ótímabær-
um kynþroska.
MEDALÞYNGD, G
1000 r
600 -
6 ’C
8 *C 10 ‘C
HITASTIG, ‘C
I JÚLf Y//\ FEBRÚAR
3. mynd. Meðalþyngd bleikju sem alin er við mismunandi hitastig vatns.