Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 11

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 11
BÚFJÁRDEILD Klakfiskar voru kreistir haustið 1990 og hrognum klakið á tilraunastöð Rala í fiskeldi. Þar voru seiðin alin við háan hita og stöðugt ljós fram á sumar en þá var eldishitinn lækkaður úr 16° í 12°C og daglengdin stytt mikið (vetur). Um miðjan ágúst 1991 náðu seiðin sjó- þroska, tæpu ári fyrr en við venjulegar aðstæður. Voru þau þá u.þ.b. 35 g að meðaltali. Þá voru seiðin einstaklings- merkt og síðan flutt í heitan sjó hjá Stofnfiski hf. í Höfnum. Seiðin hafa þrifist mjög vel síðan þau komu í sjó og vanhöld verið sáralítil. Fiskurinn verð- ur alinn í heitum sjó fram á haust 1992 og þá á hluti hans að verða kynþroska. Verkefnið er samstarfsverkefni Rala, Veiðimálastofnunar, Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði og Stofnfisks hf. og er styrkt af Rannsóknasjóði Rannsókna- ráðs ríkisins. Emma Eyþórsdóttir Áhrif sveltis á kynþroska hjá bleikju Til þess að ná bleikju í sem mesta sláturþyngd á sem stystum tíma hefur hún jafnan verið stríðalin á seiðastigi. Stríðeldi er einnig ákjósanlegt fyrir seiðaframleiðendur þar sem bleikju- seiði eru jafnan verðlögð eftir þyngd. Hraður vöxtur á seiðastigi hefur hins vegar í för með sér aukinn kynþroska áður en sláturstærð er náð. Því er mikil þörf fyrir einfalda og ódýra að- ferð til að koma í veg fyrir snemmbú- inn kynþroska. Meginmarkmið verkefnisins er að kanna hvort tímabundið svelti seinni hluta vetrar og á vorin hefur áhrif á kynþroskahlutfall hjá bleikju. Leitað er eftir svörum við því hvort svelti lækki kynþroskahlutfall að hausti, hvenær best sé að hafa svelti, með tilliti til árstíma og kynþroskastigs, hvort svelti hafi áhrif á þyngd seiða að hausti og hvort áhrif af svelti eru mismunandi eftir bleikjustofnum. I verkefnið voru valdir fjórir stofnar, úr Grenlæk, Litluá, Miðfjarðará og Víði- dalsá. Stofnarnir höfðu verið aldir við náttúrlega birtu og næturtýru og 7°C hita fram að upphafi tilraunar. Með- alþyngd fiskanna var 60 g. Notaðir voru 1480 fiskar, þar af voru 840 ein- staklingsmerktir, eða 210 af hverjum stofni. Notuð voru ellefu lm3 ker, í tveimur kerum voru viðmiðunarhópar en í fimm kerum voru sveltihópar. Auk þess voru fjögur ker notuð undir fisk sem var slátrað á meðan á sveltinu stóð. Hver hópur var sveltur í þrjár vikur á mismunandi tíma yfir fimm mánaða tímabil, frá því í febrúar þar til í júlí 1991. Fiskurinn var veginn og lengdarmældur á átta vikna fresti, auk þess sem tekin voru sýni til að fylgjast með þróun kynþroska. Framkvæmd lauk í nóvember 1991 og var þá öllum fiskinum slátrað. Fyrstu niðurstöður sýna að svelti hefur veru- leg áhrif á kynþroskahlutfall án þess að tap verði á vexti. Verkefnið var samvinnuverkefni Veiðimálastofnunar, Búnaðarfélags íslands og Rala. Unnið er að úrvinnslu gagna og frágangi á skýrslu. Fram- leiðnisjóður hefur styrkt verkefnið. Jón Örn Pálsson og Þuríður Pétursdótúr Notkun hljóðmynda við ákvörðun vefjahlutfalla og til kynbóta á kjötgœðum Afkvæmarannsóknir, sem byggjast á kjötmælingum, eru vinnufrekar og kostnaðarsamar, auk þess sem niður- stöður fást ekki fyrr en ári eftir að viðkomandi hrútur er tekinn til prófun- ar.Ymis tækni hefur verið reynd í þess- um tilgangi síðastliðinn áratug og leng- ur en með misjöfnum árangri. Sá kostur, sem nú virðist fýsilegur til almennra nota, er svokallað hljóð- myndatæki, eða ómsjá. Tæknin felst í því að senda hljóðbylgjur gegnum hrygg skepnunnar og nema endurkast þeirra sem verður við hver vefjaskil í hrygg. Haustið 1990 hófust rannsóknir á notk- un hljóðmynda við sauðfjárkynbætur hér á landi og fara þær fram á Hesti. Markmið þeirra er að meta nákvæmni hljóðmyndamælinga á vöðva- og fitu- þykkt haustlamba og að meta fylgni slíkra mælinga við vefjahlutföll skrokksins. Einnig þarf að bera saman einstaklingsprófun á grundvelli hljóð- mynda- og annarra útvortismælinga og afkvæmarannsóknir með skrokkmæl- ingum. Aætlað er að rannsókn þessi taki þrjú ár. 4. mynd. Sýnishorn af uppdrœtti hljóðmynda (HLM) og skýringar á málum. 9

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.