Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 30

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 30
FÆÐUDEILD Á fæðudeild Rala er unnið að verkefnum sem stuðla að aukinni hollustu, meiri gæðum, bættri nýtingu og meiri fjölbreytni innlendra matvæla. Með rannsóknum er aflað þekkingar á eiginleikum íslenskra matvæla. Einnig eru erlendar tilraunaniður- stöður aðlagaðar íslenskum aðstæðum. Starf þetta er forsenda framfara í matvælaiðn- aði og nauðsynlegt til að bæta samkeppnisstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu. í ljósi þess að Islendingar eru fyrst og fremst matvælaframleiðendur er það enn mikilvægara. Guðjón Þorkeisson Starf deildarinnar skiptist í þrjú svið: gæða- og vöruþróunarverkefni, efnarannsóknir matvælafræðingur, . , deiidarstjóri °g nærmgarefnatoflur, og þjonustu við matvælaiðnaðinn. Ólafur Reykdal matvælafræðingur Ragnheiður Héðinsdóttir matvælafræðingur Óli Þór Hilmarsson kjötiðnaðarmaður Þyrí Valdimarsdóttir matvælafræðingur Aukin áhersla er nú lögð á gæða- og vöruþróunarverkefni. Því hefur húsnæði það sem deildin hefur til umráða verið endur- skipulagt og innréttað nýtt tilraunaeldhús og aðstaða til skyn- mats (bragðprófana). Meginhluta þeirra upplýsinga sem til eru um efnainnihald íslenskra matvæla hefur verið aflað við deildina. Nú verður lögð aukin áhersla á aðskotaefni sem berast í matvæli vegna mengunar. Mengun matvæla getur haft veruleg áhrif á sölu þeirra í framtíðinni. Á árinu 199 f hófst útgáfa fréttabréfa til að auðvelda hagnýtingu niðurstaðna. Á árunum 1990-91 var meira um bein útseld verkefni fyrir kjötvinnslufyrirtæki, hagsmunasamtök, söluaðila og opinbera aðila en áður. Meira en helmingur af kostnaði við verkefni deildarinnar er greiddur með styrkjum og framlögum sam- starfsaðifa. Afgangurinnergreiddurafríkinu. Viðdeildinaeru nú fimm starfsmenn: fjórir matvælafræðingar og einn kjötiðn- aðarmaður. Tveir starfsmenn eru fastráðnir og þrír eru verk- efnaráðnir. GÆÐA- OG VÖRUÞRÓUNAR- VERKEFNI Lambakjöt Á undanförnum árum hefur fæðudeild Rala staðið fyrir athugunum á nýtingu og úrvinnslu á dilkakjöti til að bæta samkeppnisstöðu þess á innlendum markaði og til að fjölga störfum úti á landi. Verkefni hafa verið greidd af stofnuninni sjálfri, landbúnaðarráðu- neytinu, viðskiptaráðuneytinu, Fram- leiðnisjóði, Rannsóknasjóði Rann- sóknaráðs og samstarfsfyrirtækjum. Helstu viðfangsefni hafa verið áhrif brytjunar dilkakjöts í sláturtíð á slátur- kostnað, nýting og úrvinnsla á dilka- kjötsstykkjum, framleiðsla og mark- aðssetning á fersku dilkakjöti, og notk- un á dilkakjöti í tilbúna rétti. Sýnt hefur verið fram á að lækka má framleiðslukostnað á dilkakjöti með því að draga úr slátur-, dreifingar- og sölukostnaði. Þá hefur einnig komið í ljós að hægt er að stórauka geymsluþol á fersku lambakjöti. í gangi er rann- sókn á nýtingu þess í tilbúna rétti. Guðjón Þorkelsson Haustið 1991 var gerð rannsókn á úr- vinnslu á þungum og feitum dilka- skrokkum (1. mynd). Erfiðlega hefur gengið að selja þetta kjöt og lagt hefur verið til að lækka verðið á því miðað við kjöt af léttari skrokkum. Tilgangur tilraunarinnar var að kanna nýjar leið- ir við meðferð, úrvinnslu og mark- aðssetningu til þess að örva sölu á skrokkunum, bæði ferskum og frosn- um. Einnig voru könnuð áhrif þyngd- ar- og gæðaflokka á verðmyndun og verðmæti úrbeinaðs dilkakjöts. Úr skrokkunum voru unnar eftirtaldar vör- 28

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.