Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 33

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 33
FÆÐUDEILD rúmlega 1000 brauðum og kökum hafa verið útbúnar og næringargildi reikn- að út frá um 1000 uppskriftum bökun- arvara. Tekinn var saman bæklingur fyrir bakara um hráefni og hjálparefni í brauðum. Gerð var samantekt á magni trefjaefna í algengustu brauð- tegundum og var það liður í vinnu við að útbúa flokkunarkerfi fyrir brauð. Þrjú fræðslunámskeið voru haldin á árinu 1991 um hollustugildi brauða, notkun aukefna í brauð og kökur, trefj a- efni í brauðum og flokkun brauða, súrdeigsbakstur, frystibakstur, sykur- skertarkökur, fituminni kökur og trefja- efnagjafa. Þyrí Valdimarsdóttir EFNARANNSÓKNIR OG NÆRINGAREFNATÖFLUR Aðskotaefni Unnið er að úttekt á magni þung- málma (blýs, kadmíums og kvikasilf- urs) í lambainnmat. Hafist var handa við sýnatöku í sláturtíðinni 1991. Sýni af lifrum og nýrum voru tekin í slátur- húsunum á Selfossi, í Borgarnesi, á Hólmavík, Blönduósi, Húsavík og Höfn í Hornafirði. Niðurstöðurnar munu liggja fyrir síðla árs 1992. Þær verða bornar saman við erlendar upplýsingar og verða því mikilvægar vísbendingar um hreinleika þessara afurða svo og beitilandanna. Starfsmenn deildarinnar taka þátt í viða- mikilli úttekt á aðskotaefnum (þung- málmum, lyfjaleifum, nítrati, lífrænum mengunarefnum o.fl.) í rnjólk. Sýni eru tekin á tveggja mánaða fresti í mjólk- urbúunum á Selfossi, Akureyri, Egils- stöðum og í Borgarnesi. Sýnataka hófst í maí 1991 og stendur í eitt ár. Niðurstöðurnar gera í fyrsta skipti mögulegt að bera saman innlendar og erlendar mjólkurafurðir með tilliti til mengunarefna. Olafur Reykdal Trefjaefni Aðstaða til mælinga á trefjaefnum hef- ur verið byggð upp. Hægt er að mæla leysanleg og óleysanleg trefjaefni og heildarmagn trefjaefna. Sýni fá því sem næst sömu meðhöndlun og fæða í meltingarvegi mannsins. Fylgst ermeð gæðum mælinganna með alþjóðleg- um samanburði. Unnið hefur verið að mælingum á magni leysanlegra og óleysanlegra trefjaefna og heildarmagni trefjaefna í íslensku grænmeti frá 1990 og 1991 (5. mynd). Þyrí Valdimarsdóttir Nœringarefnatöflur Næringarefnatöflur eru uppsláttarrit urn efnainnihald matvæla. Slíkar töflur eru notaðar við kennslu, næringarráðgjöf, matvælaeftirlit og í matvælaiðnaði. Rala sá um fyrstu útgáfu af íslenskum næringarefnatöflum árið 1988 í sam- vinnu við aðrar stofnanir. Þessar töfl- ur eru nú uppseldar. Unnið hefur verið að endurskoðun á töflunum og verður önnur útgáfa tilbúin um mitt ár 1992. Verður hún mikið aukin frá fyrstu útgáfu og mun hafa að geyma upplýs- ingar um nær öll íslensk matvæli. Töfl- urnar henta þeim sem þurfa ítarlegar upplýsingar um efnainnihald matvæla. A árinu 1991 voru ýmis matvæli efna- greind til að afla upplýsinga í næring- arefnatöflurnar. Gerður hefur verið samningur við Námsgagnastofnum um útgáfu á hand- hægum næringarefnatöflum fyrir skóla og almenning. Þeirri vinnu lauk í febr- úar 1992 og verða töflurnar fáanlegar fyrir haustið sama ár. Öll gögn um efnasamsetningu matvæla eru skráð í tölvu og mynda gagnabanka sem hag- nýta má hvenær sem er. Deildin sér um að útvega upplýsingar um efnainni- hald matvæla ef óskað er. Nokkrir samningar hafa verið gerðir um not af gagnabankanum fyrir næringarráðgjöf og stóreldhús. Gagnabankinn var einnig notaður við útreikninga á nýrri neyslukönnun heilbrigðisráðuneytis- ins og Manneldisráðs. Olafur Reykdal GURKUR TÖMATAR GRÆN PAPRIKA RAUÐ PAPRIKA HVÍTKÁL GULRÖFUR GULRÆTUR BLAÐLAUKUR EGGALDIN 2 3 % TREFJAEFNI I LEYSANLEGAR TREFJAR VZ& ÖLEYSANLEGAR TREFJAR 5. mynd. Trefjaefni í nokkrum íslenskum grcenmetistegundum. 31

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.