Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 43
JARÐRÆKTARDEILD
Meðferð og gróðurfar túna
Sumrin 1990 og 1991 var á vegum
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
gerð úttekt á gróðurfari og meðferð
túna á Austur- og Vesturlandi. Þessum
landshlutum var skipt upp í minni svæði
og á hverju þeirra voru valdir úr nokkrir
bæir. Túnunum á þessum bæjum var
skipt í flokka eftir aldri þeirra, með-
ferð og fleiri þáttum. Túnin í hverjum
flokki voru síðan gróðurgreind með
því að kasta út járnhring (60 sm í
þvermál) á nokkrum stöðum í hverri
spildu og þekja einstakra tegunda áætl-
uð í hringnum. Auk gróðurgreiningar-
innar var ýmsum upplýsingum safnað
um túnin, t.d. um halla, jarðveg, raka-
ástand, tilurð gróðurs, aldur, tilbúinn
áburð, búfjáráburð, beit, fjölda slátta,
kalskemmdir o.fl. I úrvinnslu var reynt
að tengja endingu sáðgresis meðferð-
arþáttum. Á Austurlandi voru 33 bæir
heimsóttir, 22 á Vestfjörðum en 30 á
Vesturlandi.
Ein grasfræblanda hefur verið ráðandi
á markaði síðastliðin 20-30 ár, þ.e.
blanda með 50% vallarfoxgrasi og um
25% af hvoru fyrir sig túnvingli og
vallars veifgrasi. Þessar tegundir eru því
ríkjandi í ungum túnum, einkum þó
vallarfoxgrasið. Vallarfoxgras er upp-
skerumikið og gott fóðurgras en er
viðkvæmt fyrir ýmsum meðferðar-
þáttum eins og sláttutíma, áburðartíma
og beit. Vallarfoxgrasið víkur því oft
nokkuð fljótt fyrir annaðhvort hinum
tegundunum í blöndunni eða tegund-
um sem fyrir voru í landinu þegar því
var bylt.
Mikill munur er hins vegar á því eftir
svæðum hvaða tegundir taka við þeg-
ar vallarfoxgrasið hverfur. Língresi er
áberandi í útsveitum og á annesjum en
snarrótarpuntur fjær sjó, einkum í döl-
um og á árbökkum. Á Vestfjörðum var
t.d. mjög lítið af snarrótarpunti. Vall-
arsveifgras er hins vegar algengasta
grastegundin þegar á heildina er litið.
Guðni Þorvaldsson
Loftun og kölkun túna
Á sumum svæðum er jarðvegur mjög
þéttur og loftlítill. Þetta stuðlar að
minna viðnámi gróðurs gagnvart svell-
um og dregur úr sprettu. Verkefnið
miðar að því að kanna hvort hægt sé
að minnka kalhættu og auka uppskeru
með því að lofta jarðveginn með þar
til gerðum tækjum. Samhliða hafa áhrif
kölkunar á þessa sömu þætti verið könn-
uð. Vorið 1991 voru tvær tilraunir
lagðar út á Austurlandi og tvær á Norð-
urlandi í þessum tilgangi. Á Austur-
landi var notað tæki sem gerir rásir í
jarðveginn í 40 sm dýpt en á Norður-
landi var notaður gatari sem tekur um
5 sm langa tappa upp úr yfirborðinu.
Guðni Þorvaldsson og
Þórarinn Lárusson
Rannsóknir á svellkali
Unnið hefur verið að endurbótum á
aðferðum til mælinga á svellþoli jurta
í samvinnu við tilraunastöðina á
Vágönesi í Norður-Noregi. Hefur að-
ferðinni verið breytt nokkuð á íslandi
í framhaldi af þeim rannsóknum. Fela
brey tingarnar í sér bæði einfaldari fram-
kvæmd og aukna nákvæmni. Keyptur
hefur verið viðbótarútbúnaður á kal-
stofu og loftræstikerfi og sjálfvökvun-
arbúnaði hefur verið komið upp til
ræktunar á efniviði. Nú eru grösin rækt-
uð í steinull og vökvuð með áburðar-
blöndu í stað jarðvegsræktunar áður.
Þáhafa verið keyptar nýjar kistur til að
herða og svella grösin í þannig að hægt
er að hafa skilyrðin jafnari en áður
var. Þá er ískurl sett í vatnið við svell-
un þannig að vatnið, sem plönturnar
eru svellaðar í, frýs hraðar og jafnar en
áður. Ekki virðist bráðnunartíminn
valda óeðlilegum sveiflum en mikil-
vægt virðist að sýna meiri nákvæmni
við mat á skemmdum en gert hefur
verið. Er nú notaður kvarði við mat á
kalskemmdum í stað þess að telja ein-
ungis dauðar plöntur líkt og áður var
gert.
Rannsóknir á grösum síðustu árin hafa
leitt í ljós að: a) Vefir í rótarhálsi á
vallarfoxgrasi drepast missnemma við
svellkal. b) Nokkrar tegundir baktería
lifa á svelluðum grösum en hlutdeild
þeirra í svellkali er enn óljós. c) Ungar
plöntur virðast svellþolnari en eldri
plöntur. d) Sláttur rýrir svellþol grasa.
Bjarni E. Guðleifsson
Vetrarkorn
Samstarfshópur á vegum Samnordisk
Planteforedling (SNP) vinnur að rann-
sóknum á vetrarþoli vetrarkorns. Um er
að ræða vetrarbygg, vetrarhveiti, vetr-
arrúg og vetrarrúghveiti. Tegundunum
er sáð síðsumars eða að haustinu og
lifa þær sem smáplöntur yfir veturinn
og ættu því að hafa forskot umfram
vorsáð korn. Vetrarkorn hefur hins veg-
ar mun minna vetrarþol en túngrös og
verður oft fyrir skakkaföllum af völd-
um kals. Gallinn er ennfremur sá að
fljótþroskaðasta tegundin, vetrarbygg-
ið, hefur minnst vetrarþol. Vetrarrúg-
urinn er hins vegar vetrarþolnastur en
þarf lengri vaxtartíma.
Rannsóknirnar fela annars vegar í sér
akurtilraunir, þar sem vetrarþol og korn-
uppskera er mæld, og hins vegar til-
raunir á kalstofu þar sem frostþol og
svellþol er mælt. Er unnið að svipuð-
um tilraunum af öðrum aðilum sam-
starfshópsins á hinum Norðurlöndun-
um. Þriggja ára tilraunir benda til að
allar tegundir vetrarkorns geti lifað af
góða vetur hér en vetrarbyggið verður
helst fyrir kalskemmdum. I harðari
árum drepst nær allt vetrarkorn en ein-
ungis þolnustu afbrigði vetrarrúgs lifa.
Komþroski hefur verið sæmilegur og
haustið 1991 gafbesta tvíraðabyggið
50 mg korn, kornþunginn hjá sexraða-
byggi var um43 mg, 36 mg hjá vetrarrúg-
hveiti, 33 mg hjá vetrarrúgi og 30 mg
hjá vetrarhveiti.
Bjarni E. Guðleifsson
Uppgrœðsla vegkanta
Sumarið 1987 hóf Rannsóknastofnun
landbúnaðarins tilraunir og athuganir á
uppgræðslu vegkanta fyrir Vegagerð
41