Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 49
JARÐVEGSDEILD
Bjarni Helgason
jarðvegsfræðingur,
deildarstjóri
Grétar Guðbergsson
jarðfræðingur
Friðrik Pálmason
plöntunæringarfræðingur
Ólafur Arnalds
jarðvegsfræðingur
Helstu viðfangsefni jarðvegsdeildar eru í fyrsta lagi rann-
sóknir á áburðarnotkun, þ.e. áburðartilraunir á túnum, í
kartöflurækt, kornrækt og ylrækt. Þróaðar eru aðferðir við
mat ááburðarnotkun. Jarðvegsefnagreiningarvegnaáburð-
arleiðbeininga eru snar þáttur í starfinu, einnig rannsóknir á
kölkun jarðvegs, þ.e. kalktilraunir á túnum, þróun aðferða
við mat á kalkþörf og mat ákalkþörf (sýrustig, títrun). I öðru
lagi fara fram jarðvegsrannsóknir sem beinast einkum að
myndun jarðvegs og þróun hans, jarðvegseyðingu, jarð-
vegsgerð, jarðvegsflokkun og kortagerð. í þriðja lagi er
svo unnið að rannsóknum á niturnæringu nytjajurta.
Starfsmennjarðvegsdeildartakaþátt íalþjóðlegu samstarfi.
Má þar nefna vinnu í nefndum á vegum norrænu ráðherra-
nefndarinnar, s.s. varðandi efnagreiningar tengdar land-
búnaði og útskolun næringarsalta úr jarðvegi, einnig vinnu
í starfshópi á vegum vísindanefndar NATO um jarðvegs-
eyðingu í þróuðum löndum.
Bjarni Helgason
Jarð vegsefnagrein ingar
Arlegar efnagreiningar vegna ylræktar
voru álíka margar síðastliðin tvö ár og
áður hefur verið, eða um 1000 sýni
hvort ár. Þessi ár hefur grasspretta ver-
ið í góðu lagi hjábændum og heyskap-
artíð góð. Reynsla jarðvegsdeildar-
manna er sú að bændur leita þá minna
eftir áburðarleiðbeiningum. Sýni vegna
áburðarleiðbeininga í túnrækt hafa því
verið mun færri en oft áður. Jarðvegs-
sýni eru þó tekin reglulega á allmörgum
bæjum með vissu árabili til þess að
fylgjast með breytingum á áburðar-
notkun og jarðvegi. Sýnum er skipt í
tvo flokka við úrvinnslu þeirra; mýrar-
tún og þurrlendistún.
Áburðarleiðbeiningar sem þessar
byggjast á föstum áburðartilraunum er
staðið hafa um langa hríð, þar sem
fylgst er með uppskeru og breytingum
á jarðvegi. Er þar bæði um skamm-
tímaáhrif og breytingar til langframa
að ræða. Meðal annars er tilraun með
aukinn kalíáburð á framræstu mýrar-
túni á tilraunastöðinni að Sámsstöð-
um (1. mynd). Þar kemur fram að kalí
í jarðvegi vex með auknum kalíáburði
og að kalíinnihaldjarðvegsins er breyti-
legt milli ára. Síðarnefndu breyting-
arnar stafa væntanlega af ólíku árferði
og þá fyrst og fremst hitastigi og úr-
komu.
Bjarni Helgason
Rofhraðamœlingar
Sumrin 1990og 1991 vorufarnarnokkr-
ar rannsóknarferðir um Vestur-, Norð-
ur- og Austurland til þess að kanna
jarðvegseyðingu og rofhraða. Ymsar
upplýsingar liggja nú þegar fyrir en
eftir er að vinna úr allmörgum sýnum
sem safnað hefur verið. I rannsóknum
MEQ K/100 G JARÐVEGS
1990 —I— 1991
1. mynd. Ahrif vaxandi K-áburðar á kalímagn í mýrarjarðvegi.
47