Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 51

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 51
JARÐVEGSDEILD Ferli niturs í landgrœðslu og rœktun Árið 1990 hófst vinna við verkefni þar sem kannað er ferli niturs ílandgræðslu (sjá einnig bls. 53). Sandar og sendinn jarðvegur eru bæði næringarefna- snauðir og halda illa vatni. Nitur er það plöntunæringarefni sem í mestum mæli takmarkar vöxt og gróðurframvindu. Niturnæringu plantna eru því gerð sérstök skil í verkefninu. Áburðar- notkun þarf líka að vera hófleg og hagkvæm. Landgræðsluverkefnið er þríþætt: a) belgjurtir í landgræðslu, b) land- græðslutré og c) nitur í jarðvegi og gróðri, líkanagerð. Landgræðsla og landbætur með belg- jurtum er borin saman við hefðbundna landgræðslu með sáningu grastegunda og áburðarnotkun. Tilraunir hófust vor- ið 1990 á Geitasandi og í Gunnarsholti á Rangárvöllum og austan við Vík í Mýrdal. Á Geitasandi og sjávarsandin- um við Vík er alaskalúpína og ber- ingspuntur við mismunandi áburðar- gjöf og án áburðar. Á móajarðvegi í Gunnarsholti og sandinum við Vík er sambærileg tilraun með hvítsmára og túnvingul. Fyrstu niðurstöður úr mæl- ingum á niturlosun eru sýndar á 3. mynd. Sumarið 1991 var unnið að mæling- um á niturnámi alaskalúpínu í nokkurra ára gamalli sáðspildu á Geitasandi. Notuð er svonefnd '5N-þynningarað- ferð sem felst í því að bera á lítið af nituráburði merkt með samsætu niturs með frumeindaþungann 15. Mælingar l5N-samsætunnar í plöntusýnum eru gerðar í Austurríki þar sem aðstaða er ekki fyrir hendi hér á landi. Vöxtur fjögurra trjátegunda var borinn saman í tilraun með vaxandi skammta af N í áburði merktum með l5N. Til- raunin var gerð á Mógilsá með plöntur á fyrsta ári. Trjátegundirnar voru elri og birki, lerki og greni. Birkið verður notað til samanburðar við elrið við mat á niturnámi elris úr lofti og athug- að verður hvort rekja megi nitur í lerki að einhverju leyti beint eða óbeint til upptöku úr lofti fremur en úr jarðvegi. Friðrík Pálmason Jurtakynbœtur til þess að draga úr niturtapi úr jarðvegi Stjórn Samnorrænna plöntukynbóta ákvað haustið 1989 að skipa nefnd til þess að taka saman greinargerð um „plöntukynbætur til þess að draga úr niturtapi”. Nefndin tók til starfa vorið 1990 og 1 auk störfum í nó vember 1991. I greinargerð nefndarinnar er umfangi niturtaps úr jarðvegi á Norðurlöndum lýst. Hérlendis er áætlað að við upp- blástur jarðvegs frá því að land byggð- ist hafi að jafnaði borist á haf út um það bil 23 þúsund tonn af N árlega og annað eins hafi flust til á landinu við uppblástur. Til samanburðar má nefna að árið 1990 voru notuð rúm 12 þús- und tonn af N í áburði. Takmörkuð vitneskja er um niturút- skolun úr jarðvegi hér á landi en hún er yfirleitt lrtil. Nítratútskolun frá vatna- svæði Grímsár í Borgarfirði hefur til dæmis verið metin 0,7 kg/ha. Niður- stöður úr tilraun í kartöfluræktun benda til þess að niturtap frá hausti til vors úr efsta jarðvegslagi geti verið umtals- vert hér á landi miðað við þá áburð- arnotkun sem talin er algeng. Ekkert liggur þó fyrir um að slíkt tap úr jarð- vegi komi fram í grunnvatni. Hér á landi þjóna plöntuval og kynbæt- ur í senn þeim tilgangi að binda jarð- veg og að koma í veg fyrir tap niturs og annarra plöntunæringarefna á haf út. I tilögum nefndarinnar um rannsókna- verkefni, sem studd verði af norrænum sjóðum, er gert ráð fyrir vali og notkun fangplantna til eftirfarandi nota: a) til „undirsáningar”, b) til „eftirsáningar” eða til sáningar í opna akra og c) sem jarðvegsbindandi gróður. Norrænar prófanir á fangplöntum, þar með töld- um landgræðsluplöntum, gætu farið þannig fram: a) Prófun fjölda tegunda af ýmsum plöntuættum. Áhersla yrði lögð á vaxtarferil og hraða, vaxtar- form og fræframleiðslu. b) Val nokk- urra hentugra tegunda eftir aðstæðum í hverju landi. c) Ræktunartilraunir með valdar tegundir. d) Kynbætur einnar eða fárra tegunda með tilliti til nitur- eða jarðvegsbindandi eiginleika. Friðrik Pálmason 3. mynd. Niturlosun í þremur jarðvegsgerðum á 0-30 sm dýpi við 20°C í vatns- mettuðum jarðvegi. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.