Fjölrit RALA - 10.05.1992, Qupperneq 53

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Qupperneq 53
LANDNÝTINGARDEILD — ARLEGA —ANNAÐ HVERT AR — ÁRLEGA —ANNAÐ HVERT AR 1. mynd. Meðaluppskera á öllum friðuðum (a) og beittum (b) svæðum árin 1985-1989. en þau áttu það þó flest sameiginlegt að vera nær örfoka og gróðurvana. Sá takmarkaði gróður, sem var á svæð- unum við upphaf uppgræðslunnar, var dæmigerður hálendis- og melagróður en tiltölulega fjölbreytilegur. Eftir sán- ingu og áburðardreifingu gjörbreyttist gróðurfarið, ekki aðeins hvað varðar þéttleika heldur einnig tegundir. Grös svara best áburði og urðu þau ríkjandi í gróðurfari samfara áburðardreifing- unni en þær plöntutegundir sem voru fyrir í landinu hurfu að mestu. Slík breyting átti sér einnig stað í gróður- fari þeirra svæða sem aðeins var dreift á áburði en engu grasfræi. Þar jókst hlutdeild innlendra grasa í gróðurbreið- unni. Uppgræðsla með áburði, hvort sem er með eða án sáningar grasfræs, leiðir þannig til myndunar graslendis með tiltölulega einhæfu gróðurfari sem er ólíkt hinu fjölbreytilega, náttúrlega gróðurfari heiðanna að yfirbragði og eiginleikum. I áburðartilraunum á heiðunum gáfu 100, 200, 300 og 400 kg áburðar að meðaltalifyriröllárum0,7, 1,2,1,8 og 2,2 tonn þurrefnis á hektara á friðuðu landi en 0,4, 0,8, 1,1 og 1,5 tonn á bitnu landi. Til samanburðar má nefna að á góðum túnum er uppskera oft 4-5 tonn á hektara en þar er notaður meiri áburð- ur en gert var á uppgræðslusvæðunum og í tilraununum. Gróður uppgræðslusvæðanna hefur reynst mjög lostætur og hefur fé sótt mikið í hann. Beitarþungi hefur að jafnaði verið nálægt tveim ærgildum á hektara en það svarar til þess að um 3000 ærgildi gengju á þeim 1650 hekt- urum sem hafist hefur verið handa um að græða upp. Eftir því sem víðátta svæðanna hefur aukist hefur beit á uppgræðslu í vaxandi mæli orðið til þess að draga úr beit á úthaganum. Þess er að vænta að þetta, auk fækkunar sauðfjár á heiðunum, sé þegar farið að leiða til batnandi ástands úthagans. Hinn mikli beitarþungi og sú síbeit sem verið hefur á miklum hluta uppgræðslu- svæðanna, vegna þess að þau eru ógirt, varð bæði til þess að seinka fram- vindu gróðurs á þeim og draga úr upp- skeru. Svæðin hafa oft verið beitt of snemma og vegna síbeitar hefur plönt- unum ekki gefist nægilegur tími til að mynda blaðmassa. Arangur varð best- ur þar sem landið var friðað fyrstu tvö árin eftir sáningu, síðan beitt í hófi og ekki fyrr en gróður var kominn vel á veg á vorin. í heild má telja að árangur uppgræðsl- unnar, metinn í gróðurþekju, uppskeru og fóðurframleiðslu, hafi orðið góð- ur og jafnvel betri en vænta mátti þegar höfð eru í huga erfið veðurfars- og gróðurskilyrði á heiðunum. A landi, sem var friðað í tvö ár eftir sáningu og síðan beitt hóflega, varð árangurinn afbragðsgóður. En hér skal haft í huga að borið hefur verið á öll uppgræðslu- svæðin árlega og einnig að þær upp- skerutölur úr tilraununum, sem var vitn- að til hér að framan, voru af reitum sem borið var á árlega. Á tilraunareit- um, sem aðeins var borið á annað hvert ár, dró mjög úr uppskeru þau ár sem ekki var borið á. Þau fimm ár sem tilraunirnar stóðu varð munur á heild- aruppskeru slíkra reita og árlega ábor- inna reita meiri en svaraði til munar á heildaráburðarmagni þeirra. Gróðurfar reita, sem hætt var að bera á eftir fjögurra ára árlega áburðargjöf, breyttist smám saman úr nánast hreinu graslendi í gróðurlendi með ríkjandi mosum og með háplöntum á strjálingi. Eftir fimm ár án áburðar var uppskera orðin mjög lítil. Mosaþekjan, sem eftir stendur, bætir án efa verulega gróður- skilyrði í jarðveginum miðað við ógróið land, m.a. á þann veg að yfir- borðið verður stöðugra og rakaskil- yrði betri. Þannig er búið í haginn fyrir það að aðrar tegundir plantna nái að festa rætur og breiðast út. Forsendur þess eru hins vegar þær að í jarðvegin- um sé einhver fræforði eða að nálægt séu gróðurlendi sem fræ geta borist úr. Það ræðst síðan af ýmsum þáttum, svo sem veðurfari og meðferð landsins, hvort nýliðun plantna á slíku landi verður upphaf að frekari gróðurþróun 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.