Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 66

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Side 66
64 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR kemur milli burðarmánaða, 'lítill, 0,1 prósentueining á bezta og lakasta burðarmán- uði. Burðartímaáhrifin fyrir fituprósenm eru auk þess fremur óregluleg. Þannig er fitu- prósenta lægst hjá kúm, sem bera í ágúst, en hæst hjá októberbærum. Ætla má, að stór hluti þeirra áhrifa, sem hér eru metin sem burðartímaáhrif fyrir þennan eiginleika, séu aldursáhrif, sem flytjast yfir á burðartímaáhrif vegna þess, hve þessi áhrif eru samtvinnuð í þessum gögnum. Hæsta dagsnyt er hæst hjá þeim kúm, sem bera í maímánuði, en lægst er hún hjá desemberbærum, þegar undan eru skildar þær kýr sem ekki bera á árinu. Hjá þeim kúm er hæsta dagsnyt til jafnaðar um þremur kg lægri en hjá öðrum kúm. A 4. mynd eru sýnd áhrif burðarmánaðar á hæstu dagsnyt í ólíkum aldursflokkum. Víxláhrifin fyrir þennan eiginleika koma þarna mjög skýrt fram, þar sem þriggja ára gamlar kýr, sem bera í janúar, hafa áberandi lága hæstu dagsnyt. Skýringin á þessu er sú, að megin- hluti þeirra þriggja ára kúa, sem bera í jan- úarmánuði, er kýr, sem þá bera fyrsta kálfi; hitt em kýr, sem þá bera öðrum kálfi óeðli- lega ungar. Meginhluti þriggja ára kúa, sem bera síðar á árinu, er þá aftur á móti að bera öðrum kálfi sínum. Það, sem hér kemur fram sem burðartímaáhrif hjá þriggja ára kúm, er því að miklum hluta aldursáhrif og áhrif af því, hvenær á skýrsluárinu annað mjólkurskeið kýrinnar hefst. Þess má geta, að í erlendum rannsóknum fannst, að kýr, sem eru orðnar gamlar (3—4 ára), þegar þær bera fyrsta kálfi, skila oft fremur litlum afurðum (Skjervold, 1949, Hickman, 1973). Þetta er talið geta stafað af óheppi- legri fitusöfnun í júgurvef hjá þeim gripum. Þær kýr, sem bera í desember, eru ekki komn- ar í hæstu dagsnyt, þegar skýrsluárinu lýk- ur. Þær kýr, sem ekki bera á árinu, hafa sjaldnast komizt í sína eðlilegu hæstu dags- nyt á skýrsluárinu. Hin raunverulegu burðar- tímaáhrif á hæstu dagsnyt má því ætla hverf- andi lítil, en það, sem hér er metið sem slík áhrif, eru í reynd margvísleg skýrsluáhrif. Áhrif burðartíma, sem hér fundust, eru mjög lík og Magnús B. Jónsson (1968) fann í sinni rannsókn, nema munur milli beztu og lökustu burðarmánaða er heldur meiri hér. Sigurjón Steinsson (1967) fann, að kýr, sem báru í janúarmánuði, skiluðu mestum afurðum, en kýr, sem báru í júní— ágúst, skiluðu minnstum afurðum. Aftur á móti fann hann, að þær kýr, sem báru á síðustu mánuðum ársins, skiluðu hlutfalls- lega meiri afurðum en hér er fundið. Osam- ræmi á niðurstöðum hans og þeim niður- stöðum, sem hér er gerð grein fyrir, má ætla, að skýrist að hluta af því, að hann tók í sína rannsókn aðeins fullmjólka kýr. Þá falla út allar þær kýr, sem bera öðrum kálfi á skýrsluárinu, og einnig þær kýr, sem hafa að einhverju leyti óeðlilega lágar afurðir. Ætla má, að slíkum kúm fjölgi hlutfallslega eftir því, sem kýrin ber síðar á árinu. Syrstad (1965) fann í rannsókn í Noregi, að kýr, sem báru fyrri hluta vetrar, frá sept- ember til janúar, skiluðu mestum afurðum, en kýr, sem báru í júní og júlí, voru afurða- lægstar. Rétt er að benda á, að skýrsluárið í Noregi hefst 1. september. í rannsóknum í Svíþjóð (Danell, 1976), þar sem notuð var mjólkurskeiðsnyt, fundust hæstar afurðir hjá þeim kúm, sem báru að hausti og fyrri hluta vetrar (september— janúar), en lægstar að vori og sumri (apríl— ágúst). í rannsókn í Bretlandi (Wood, 1970) og í ísrael (Fimland et. al., 1972) fundust sams konar áhrif burðartíma á afurðir. í víðtækustu rannsóknum, sem hafa verið gerðar á þessum áhrifum, af Miller (1973) í Bandaríkjunum, fannst, að kýr, sem bera í október til janúar, skila mestum afurðum, en sumarbærur lökustum afurðum. I þeirri rann-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.