Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 8
6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
land, og vegna aukins heyforða og
aukinnar frjósemi sauðfjárins er nú fleira
búfé í sumarhögum hérlendis en nokkru
sinni áður. I þessu sambandi má vissulega
ekki gleyma þeirri ræktun bithaga, sem
RANNSÓKNIR Á BEITARÞOLI
Þegar haft er í huga mikilvægi úthagans
hér á landi fyrr og síðar, er athyglisvert,
hve stutt er síðan hafizt var handa um að
rannsaka beitarþol hans. Þetta var m. a.
bein afleiðing þeirrar skoðunar, sem var
ríkjandi hér á landi fram á síðustu ár og á
sér marga fylgjendur enn, að ekki þyrfti að
hafa áhyggjur af beitarþoli landsins né
áhrifum beitar á gróðurfarið.
Fyrstu rannsóknir á beitarþoli úthag-
ans voru hafnar á vegum búnaðardeildar
Atvinnudeildar Háskólans 1955 að frum-
kvæði dr. Björns Jóhannessonar, sem þá
stjórnaði jarðvegsrannsóknum stofnun-
arinnar. Það ár var gert fyrsta gróðurkort
af íslenzkum afrétti, Gnúpverjaafrétti
(Björn Jóhannesson og Ingvi Þor-
steinsson, 1957). Fram til 1960 var eink-
um unnið að því að finna heppilegar leiðir
og grundvöll til að stunda slíkar rann-
sóknir, og á þeim tíma var unnið að því í
hjáverkum með jarðvegskortagerð og öðr-
um jarðvegsrannsóknum, sem stofnunin
vann þá að. Árið 1960 voru rannsóknir á
úthaga, þar á meðal beitarþoli hans, gerð-
ar að sérstöku rannsóknarverkefni við
stofnunina, og hafa þær síðan verið undir
stjórn Ingva Þorsteinssonar.
Rannsóknirnar hafa aukizt jafnt og
þétt, frá því að þær hófust 1955. Undan-
farin ár hafa unnið að þeim 5 — 6 fastráðnir
menn árið um kring og allt að 10 starfs-
menn sumarlangt við gróðurkortagerð og
skyldar rannsóknir.
framkvæmd hefur verið í landinu og víða
hefur orðið til að létta af úthaganum, en
ekki má heldur gleyma hinni gífurlegu
rýrnun á gæðum og stærð úthagans, sem
orðið hefur frá upphafi landnáms.
Ein meginástæða þess, að unnt var að
hefja jafnvíðtækar rannsóknir á íslenzkum
beitilöndum og raun hefur orðið á, er sú,
að áður höfðu verið unnar nauðsynlegar
grundvallarrannsóknir á ýmsum sviðum
náttúrufræði, einkum grasafræði. Mikil-
vægastar í því sambandi verður að telja
gróðurfélagslegar rannsóknir Steindórs
Steindórssonar, fyrrverandi skólameist-
ara, en þær hafa frá upphafi verið lagðar
til grundvallar við flokkun gróðurs í gróð-
urfélög við þessar rannsóknir.
Þegar gróðurrannsóknirnar hófust 1955,
voru til hjá Landmælingum Islands loft-
Ijósmyndir af miklum hluta landsins, sem
Bandaríkjaher hafði tekið og einnig
starfsmenn sjálfra Landmælinganna. Þá
voru til af landinu bandarísk grunnkort í
mælikvarða 1 : 50000. Án þessara gagna
hefði verið ógerlegt að gera nægilega ná-
kvæm gróðurkort af landinu.
Peningar eru afl þeirra hluta, sem gera
skal, og ekki þarf að taka fram, að gróð-
urrannsóknirnar hafa verið mjög fjárfrek-
ar. Kostnaður við þær hefur að sjálfsögðu
að mestu verið greiddur afíslenzka ríkinu,
og hefur það frá upphafi sýnt þessum
rannsóknum skilning og vilvilja og verið
örlátt á fjárveitingar til þeirra. En aðrir
aðilar hafa einnig lagt fé af mörkum, t. d.
Vísindasjóður Islands, ýmis bæjar- og
sveitarfélög, Vísindasjóður Atlantshafs-
bandalagsins o. fl. Loks má geta þess, að
um 2% afþjóðargjöfinni 1974 voru veitt til